Vá, ég var rétt áðan að klára að lesa þessa snilldarbók og ég get ekki annað sagt en að ég mæli sterklega með að það lesi hana allir þeir sem hafa þegar ekki gert það.

The Da Vinci Code (eða Da Vinci Lykillinn á íslenskri þýðingu)er spennusaga sem er byggð á sannsögulegum hlutum,til dæmis er Bræðralag Sions raunverulega til ásamt Opus Dei og flest af því sem fram kemur í þessari bók.
Snillingnum Dan Brown(höfundurinn) tekst að halda lesandanum spenntum allan tíman,meðan hann nærir lesanda af allskonar fróðleik og upplýsingar sem fæstir vita um.

Ég kláraði að lesa bókina á einni viku,sem er ekki skrítið þar sem ég gat varla rífið mig frá henni,og þegar ég var dottin alvarlega inn í sögunna byrjaði ég sjálf að spekulera í allar gáturnar,og mér til ánægju voru sumar ágiskarnir mínar réttar.

Dan Brown er búinn að fá mikil lof gagnrýnenda fyrir þetta verk,en um leið hafa heyrst raddir sem efast um trúverðuleika suma af staðreyndirnar sem hann setur fram,meðal annars það að Jesús hafi verið kvæntur,en það er nú svo sem ekkert nýtt efni því að leikstjórinn Martin Scorces gerði mynd um þetta fyrir nokkrum árum kölluð The Last Temptation of the Christ sem olli mikla reiði innan kaþólsku kirkjunnar.

Allavega,þetta er bók sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara af því að hún er fucking brilliant!!
brilliant
(='.'=)