Oberon
Fyrst eftir að ég las hana fannst mér hún töluvert góð en þegar ég fór að kafa dýpra og sá hvernig Brown vísvitandi rangtúlkaði heimildir til að henta sögunni hef ég fengið hálfgert ógeð á þessari bók. Fjölmargir sagnfræðingar hafa gefið út heilu bækurnar um vitleysuna í da vinci code og mæli ég með að menn kíkji á þær.
Engar heimildir eru til um að Ésús hafi verið giftur. Hvorki Dauðahafsritin né nokkur önnur heimild styðja það.
Bræðralag Síons var ekki stofnað á 11. öld eins og Dan Brown heldur fram heldur í kringum 1960 af Frakka sem falsaði blóðlínu Krists.
Leonardo Da Vinci hafði engin þekkt tengsl við nokkuð leynifélag og fullyrðingin að hann hafi verið yfir félagi sem ekki einu sinni var til er bara fáránleg. Sama sinnis er um aðra sem nefndir voru; Newton og Monet o.fl.
þetta voru aðeins lítil dæmi af leiðréttingum fáránlegra fullyrðinga Brown í bókinni
Það er að vísu rétt, að ekki eru til neinar heimildir fyrir því að Jesús hafi verið giftur, en það er heldur ekkert sem segir að hann hafi
ekki verið giftur. Í guðspjöllunum er aldrei sagt beint út að hann hafi verið ógiftur. Og miðað við samfélagið í Júdeu (Ísrael) á þessum tíma, þar sem voru nær allir menn giftir fyrir þrítugt, mundi maður búast við að guðspjöllin myndu nefna þessa óhefðbundnu hegðun. Einnig er Jesús oft nefndur sem “Rabbi”, en þeir voru kennarar gyðinga. Getur því talist líklegt að Jesús hafi verið lærður kennari, því hann les og skrifar og hann sýnir oft fram á umtalsverða þekkingu á ýmsum sviðum. Hafi Jesús verið kennari, er næstum öruggt að hann hafi verið giftur, því að í lögum Gyðinga segir að ógiftur maður megi ekkki vera kennari.
Það er vel viðurkennt og údbreidd skoðun sagnfræðinga að DaVinci hafi tengst einhverskonar leynifélögum og ævisagnaritari hans, Varsi, segir meira að segja að stundum hafi hugsanir hans og hugmndir nálgast villutrú. Tengslin við Bræðralag Síons koma fram í skjölum sem eru til geymslu í þjóðarbókhlöðunni í París, að mig minnir. Þessi skjöl virðast hafa verið gerð til að reyna að koma af stað umræðu um bræðralagið og starfsemi þess, en enginn getur sagt til um hvort að skjölin séu rétt og ekta eða ekki.
Þetta, og margt fleira, kemur fram í bókinni
Holy Blood, Holy Grail efir Michael Baigent, Richard Leigh og Henry Lincoln. (Það er jafnvel vísað til hennar í
DaVinci Lyklinum sjálfum). Þar er einnig meðal annars minnst á vísbendingar sem benda til tilvistar leynifélags (Bræðralags Síon)á bak við Musterisriddarana og hluta starfsemi þeirra. Þeir sem hafa áhuga á þessum málefnum sem koma fram í
DaVinci Lyklinum ættu endilega að kíkja á þessa bók, sem var ein sú umdeildasta á tuttugustu öldinni.