Vesalingarnir (Les Misérebles) Það er lítið skrifað af greinum hér um gamlar og góðar bækur,svo að ég ætla að skrifa eina grein um bók (bækur reyndar) sem ég las nýlega,Vesalingarnir eftir Victor Hugo. Bækurnar eru fjórar. Þetta eru mjög eftirminnilegar bækur sem sitja svolítið í manni,þegar maður er búinn að lesa þær.

Sagan gerist í Frakklandi á 19.öld. Aðalpersónan er fyrrverandi þrælkunarfangi,Jean Valjean,sem strýkur úr þrælkunarfangelsi og reynir að hefja nýtt líf sem betri maður. Hann þarf að flýja úr einum stað yfir í annann,af því að lögregluþjónn sem heitir Javert,tekst alltaf að hafa upp á honum. Honum tekst einu sinni að verða ríkur og virtur maður,sem hjálpar fátækum og þeim sem eiga bágt. Hann er síðan kosinn borgarstjóri. Hann kallar sig að sjálfsögðu ekki sínu rétta nafni,og er þekktur sem Hr.Madeleine. En auðvitað tekst Javert að finna hann,svo að hann þarf að leggja á flótta á ný. Hann kynnist góðri konu sem heitir Fantína. Hún gaf dóttur sína,Cosettu, til vonds fólks. Þegar Fantína deyr,reynir Jean Valjean að finna Cosettu. Hann finnur hana á endanum og tekur hana að sér. Hann elur hana upp í þeirri trú að hann sé faðir hennar. Þau eiga nokkur góð ár,og Cosette veit ekkert um fyrra líf Jeans. Þegar Cosette er orðin tvítug,hittir hún ungann byltingarmann sem heitir Maríus. Þau verða ástfangin og ætla að gifta sig. En síðan hefst franska byltingin! Þá ætlar Jean Valjean að flýja til Englands með Cosette. Maríus verður alveg miður sín og tekur þátt í uppreisn,þar sem hann lætur næstum lífið! Jean bjargar honum síðan á síðustu stundu.

Það eru margar eftirminnilegar persónur í bókunum sem er ekki hægt að segja frá hér,því að þá yrði greinin alltof löng. En ég verð reyndar að segja hverjar mínar uppáhaldspersónur eru! Það eru götustrákurinn Gavroche sem alltaf er syngjandi og í góðu skapi,Enjolras hinn frábæri leiðtogi uppreisnarmannana og Éponine,fátæka stúlkan sem ólst að hluta til upp með Cosette og fórnar síðan lífi sínu fyrir Maríus.

Ég ætla ekki að segja meira um þessar bækur,annað en að þær eru frábær lesning og ég hvet alla til að lesa þær! Myndir,þættir og söngleikir hafa verið gerðar eftir bókunum.

Endilega skrifið í skoðanir hvað ykkur finnst um bækurnar! (og greinina kannski…)