Ég las My Dark Places eftir James Ellroy. Bók sem ég keypti fyrir svona ári síðan og bíða eftir því að ég lesi hana.
Ég kynntist fyrst James Ellroy þegar ég sá bíómyndina “La Confidental” sem var gerð eftir sögu hans. Fannst ræman stórkostleg og kíkti í bókina fyrir nokkru.
L.A Confidental var frábær og hún kom mér á óvart. Ég er búin að vera að kíkja á aðrar bækur eftir hann en ekki fundið neina sem ég hef fallið fyrir.
Fyrr en ég sá My Dark Places. Aftan á henni stendur að móðir James Ellroy hafi verið myrt þegar hann var 10 ára gamall og morðinginn hafi aldrei fundist. 36 árum seina fer hann svo að rannsaka morðið á henni.
Bókin skiptist í fjóra hluta. Fyrst hlutinn fjallar um lögreglurannsóknina sem var gerð þegar móðir hans var myrt. Það má kannski segja að sá hluti sé lögregluskýrslan sem varð gerð í kringum það morð.
Annar hlutinn fjallar um uppvaxtarár James Ellroy. Líf hans með föður hans, skólagöngu, dóplíf hans og hvernig hann verður að manni.
Þriðji hlutinn fjallar um rannsóknarlögreglumannin Bill Stoner sem aðstoðar James við rannsókn málsins.
Fjórði hlutinn fjallar síðan um rannsókina sem James og Bill gera á 35 ára gömlu morði.
Bókin er algert kjaftshögg. Alger þeysireið tilfinninga. Rithöfundurinn dregur ekkert undan. Þetta er mjög þunlyndisleg bók. Hann blandar í þessa frásögn mörgun litlum sögum um morð, misnotkun og nauðganir sem gerðust á þessum árum. Hann er ekkert að skafa af hlutunum þegar hann er að lýsa þessu máli. Hvort sem það tengist honum beint eða einhverjum öðrum. Hann fer mjög náið í lýsingunni sinni á dópnotkun hans, kynlífi og öðrum mjög skrýtnum pælingum.
Ef ykkur finnst gaman að bókum sem hrista upp í ykkur, sem lýsir myrkrum skúmaskotum hugans, sem lætur ykkur fara í hálfgert þunglyndi, þá mæli ég með My Dark Places e. James Ellroy.