Bókin Svo fögur bein er eftir Alice Sebold, Hún er skemmtileg, sorgleg og snertir mann djúpt.
Þessi bók fjallar um Súsý Salmon 14. ára stúlku árið 1973 sem er á leiðinni heim frá skólanum í snjókomu og styttir sér leið yfir akur og mætir þar morðingja sínum. Hún fer til himna og og óskir hennar rætast allar nema sú ósk að geta farið niður á jörðu til ástvina sinna.
Á himnum, getur Súsý fylgst með foreldrum sínum, systkinum og vinum takast á við sorgina, reiðina og söknuðinn við dauða síns. Og öll takast þau á við þetta á sinn mismunandi hátt, og á rúmmum 8. árum þá eru þau nánustu niðri á jörðu að sætta sig við það að Súsý komi ekki aftur.
En þegar Ray og Rut, vinir hennar, sem urðu nánari eftir dauða hennar fóru að jarðfallinu þar sem líkamspörtum Súsý var sökkt (sem þau vissu ekki) þá kom morðingji hennar þangað aftur, og á meðan Ray fór bak við hól til að týna villt blóm handa móður sinni, sá Rut morðingja Súsýjar keyra og horfði á bíl hans og sá allar þær manneskjur sem hann hafði drepið, og Rut verður svo um og ó að það líður yfir hana og hún fellur í jörðina, og í fallinu þá tekur hún Súsý óvart með sér án þess að vita það og Súsý fer inn í líkama hennar Rutar og Rut úr sínum, og fer þar sem Súsý var. Á því tímabili sem Súsý er í líkama Rutar nær hún til Rays og þá veit hann að S
Súsý og allir hinir látnu eru alltaf með þeim og fylgjast með þeim. Súsý fær loksins að lifa aftur á jörðinni þótt hún viti að það verði bara stutt.
En stuttu eftir dauða Súsýar þá fer móðir hennar og skylur föður hennar eftir einan með tvö börnin sem þau eiga eftir á lífi, vegna þess að hvert sem hún lítur sér hún Súsý og hún afber það ekki að vera þarna lengur. Mamma Súsýjar fer alla leið til Kalíforníu og verður þar í heil sjö ár þangað til faðir Súsýjar fær hjartaáfall og móðir hennar fær þá loks hugrekkið til að koma heim og horfast í augu við þetta almenninlega. Þegar hún kemur heim þá er Lindsey orðin 21. árs og er trúlofuð sinni einu ást Samuel, og er útskrifuð úr háskólanum. Buckley sonur hennar er orðin 12. ára og hatar mömmu sína fyrir að hafa yfirgefið þau.
Þegar Súsý sér alla fjölskylduna svona saman komna og er að skála fyrir trúlofun Lindseyjar og því að báðir foreldrar hennar eru komnir heim þá sér hún og uppgvötar að svona eigi þetta að vera. Það hafði verið dauði hennar sem færði þau öll svona saman, og gerði tengslin svona sterk á milli þeirra, og það var þá sem hún áttaði sig á því að dauðinn kemur og fer, og hún var fyrst átta árum seinna að fatta að henni fanst hún ekki lengur þurfa að vera alltaf í huga þeirra eða sú sem þau hugsuðu sífelt um, og hún vissi að hún þurfti ekki að heyra þau segja hversu heitt þau elskuðu hana, því hún vissi það, og hún var búin að sætta sig við dauða sinn átta löngum árum seinna, og þá fór hún að fylgjast minna með þeim og fór með afa sínum að skoða jörðina stundum, og það var í einni þessari ferð sem að hún sá morðingja sinn deyja.
Mér finnst þessi bók mjög góð, hún heldur í mann þangað til maður er búinn með hana og jafnvel lengur. Þessi bók er sorgleg, mjög vel skrifuð. Og það sem ég held að höfundurinn sé að segja með þessari sögu sé það að maður veit aldrei hvenær dauðinn komi og hvernig eigi að bregðast við honum og að það er ekki hægt að komast hjá því að finna fyrir eins mikilli sorg og að missa ástvin. Ég held að svona hlutir geti vel gerst í raunveruleikanum og er ég viss um að svona hefur gerst áður, en ég er þó ekki viss um að það hafi gerst nákvæmlega svona, en ég kvet alla sem hafa ekki lesið hana að lesa hana. Hún er auðveld lestrar en það er óskaplega erfitt að skrifa ritger um hana það er ótalmargt sem gerist í henni og er því öllu sagt þannig frá að maður gleymir því ekki. Eins og þið sjáið kannski fyrir ofan hérna í greininni minni, en ég vona að ykkur líki bókin og greynin mín.
Takk fyrir MioneH