Hið undarlega mál Jekylls og Hyde (The Strange Case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde 1887) kom út í íslenskri þýðingu Árna Óskarsson árið 1994. Bókin er á íslensku sett í safn þriggja smásagna, en þar ber Hið undarlega mál Jekylls og Hyde mest af og er raunverulega eina sakamálasagan þar og ætla ég bara að skrifa um hana. Bókin er 80 blaðsíður og er smásaga en þessi bók hefur haldið nafni höfundarins, Robert Louis Stevenson á lofti ásamt Gulleyjunni. R. L. Stevenson fæddist í Edinborg árið 1850. Hann lærði lögfræði en fór síðan að skrifa. Hann skrifaði helst lengri og styttri ferðabækur, ljóð og ritgerðir. Hann settist að lokum að á Suðurhafseyjum og lést aðeins 44 ára gamall eða árið 1894.
Sagan byrjar þegar herramaður nokkur Enfield að nafni er að segja vini sínum lögmanninum Utterson sögu frá því þegar hann var á gangi í Lundúnum og hann sá mann að nafni Hyde gera nokkuð hræðilegt. Sagan spinnst áfram frá þessum atburði þar sem Utterson er að reyna að komast að því hver þessi Hyde er. Fljótlega fær hann að vita að þetta er aðstoðarmaður vinar síns sem heitir Dr. Jekyll. Utterson hafði ekki hitt Jekyll í einhver tíma en samt vildi hann tala við hann um þennan atburð, en Jekyll er ekki með sjálfum sér. Svona líður sagan áfram en þá kemur vendipunkturinn í sögunni, sem er morðið á lávarði nokkrum Carew að nafni, og virðist sem Hyde hafi framið það. Leit hefst að Hyde en hann hefur horfið sporlaust og neitar Jekyll algjörlega að hann hafi nein samskipti við hann lengur. Nokkur tími líður en Jekyll virðist verða veikari og veikar dag frá degi og er hættur að hafa samband við annað fólk og virðist sem hann hafi bara lokað sig inni í herberginu sínu og enginn sjái hann lengur. Loks er þetta orðið of undarlegt fyrir vini Jekyll og brjóta þeir niður hurðina hans og sjá þeir að Hyde hefur framið sjálfsmorð og liggur dáinn á gólfinu. En að lokum lesa þeir bréf sem Jekyll skrifaði sem útskýrir plottið og að hann hafi raunverulega sjálfur verið Hyde!
Saga fjallar raunverulega um mann sem vekur upp í sjálfum sér sínu vondu hlið með ákveðnum töfradrykk. Svona setur höfundurinn þetta upp í þessum raunverulega búningi þó fyrir mér sé óljóst hvort þetta hafði dýpri merkingu, sem reyndar augljóslega er þarna einhversstaðar til staðar. Hann gæti jafnvel verið að tala um geðveiki af einhverju tagi, þar sem maður breytist í sitt illa sjálf.
Í bókinni eru heldur margar persónur fyrir svo stutta bók, en þar ber mest á Utterson og Jekyll/Hyde. Utterson er einskonar sögumaður þar til í enda sögunnar, þar sem Jekyll segir frá sinni reynslu í bréfi á átakanlegan hátt rétt fyrir dauða sinn. Utterson er eiginlega bara venjulegur maður og eru litlar útlitslýsingar og persónulýsingar hjá R. L. Stevenson, sem er dálítið öðruvísi en hjá mörgum þessum klassísku höfundum eins og Oskar Wilde. Utterson er lögfræðingur Jekyll og þannig flækist hann inn í þessa undarlegu sögu. Raunverulega er aldrei sagt nákvæmlega hvernig Utterson er og vantar smá persónusköpun þar að mínu mati. Maður fær svolítið á tilfinninguna að Utterson eigi bara að geta verið hver sem er, hvort sem það er gert til að gera söguna raunverulegri og þar af leiðandi meira hrollvekjandi, eða hvort þetta séu mistök höfundar.
Nú kemur að hinni aðalpersónunni sem er Jekyll og Hyde. Finnst mér sú persónusköpun til fyrirmyndar og er virkilega reynt að draga fram hversu miklar andstæður þessir ,,menn´´ eru.
Það er mikill misskilningur að Hyde sé einhver risi sem minnir helst á King Kong, eins og hann var gerður í myndinni Extraordinery Gentlemen. Ergir það líklega unnendur sögunnar, því það brýtur alla hugmyndafræði sögunnar á bak og aftur. Samkvæmt upprunalegu sögunni var Hyde mjög lágvaxinn og illskyggilegur maður sem virtist vera fatlaður. Það útskýrir höfundurinn með því að Hyde lifði í Jekyll og var illi hluti hans, sem kom fram þegar Jekyll drakk töfradrykkinn. Hyde var mjög vondur, enda vonda hlið Jekylls og sótti Jekyll í að vera hann. Þá gat hann verið frjáls og gert það sem hann vildi og svo bara farið í burtu því enginn myndi ásækja hinn heiðvirðulega lækni Jekyll. Þetta gefur manni til kynna að hann hafi verið frekar þvingaður persónuleiki og geta líklega allir séð eitthvað í sér sem minnir á Jekyll. Hann átti að vera stór og stæðilegur maður sem var hrókur alls fagnaðar. Eitthvað hlýtur þó að liggja að baki fyrst hann sóttist í þetta sora líf sem Hyde, en maður skilur samt Jekyll. Auka persónurnar eru nokkrar og ekki mikið hægt að segja frá þeim vegna undarlegrar persónusköpunar, sem fest t.d. í því að allar kvenkyns persónur voru yfirleitt grátandi eða á barmi taugaáfalls, en karlmenn næstum alltaf alvarlegir.
Þessi saga gerist líklega einhvern tímann á þar síðustu öld, upp úr 1900 s.s., eða á svipuðum tíma og sagan var skrifuð. Ég mundi áætla ónákvæmilega að hún gerðist á rúmu ári. Sögusviðið er Lundúnir um 1900. Flestir þeir sem koma fram eru vel efnaðir því þeir eru flestir læknar eða lögfræðingar. Það gæti verið úskýringin á því að R. L. Stevensson var sjálfur lögfræðingur að mennt.
Hið undarlega mál Jekylls og Hyde er skemmtileg sakamála- og ævintýrasaga með miklum hrollvekjublæ. Höfundinum tekst að flétta þessa þætti meistaralega vel saman í bók sem er kingimögnuð og með hrollvekjandi andrúmslofti. Þó verð ég að segja að bókin hefði virkað miklu meira eins og sakamálasaga og einskonar ráðgáta, ef ég hefði ekki vitað fyrir að Jekyll væri raunverulega einnig Hyde. Ég hugsa að þetta hafi virkað á fólk á þeim tíma sem bókin kom fyrst út, sem ein af bestu óvæntu fléttunum sem til voru þá í sögum. Má sjá í gegnum tíðina að margir höfundar hafa talsvert orðið fyrir áhrifum frá þessari hugmynd um tvo menn sem eru raunverulega einn og sami maðurinn. Það sem kannski hefði betur mátt fara (og minnist ég á það hér fyrr) er persónusköpunin. Samt sem áður er sagan svo það að hún helst alveg uppi og er spennandi þrátt fyrir það. Þessi bók er frekar óraunveruleg, ef átt er við það að maður geti breyst í annan mann með því að drekka töfradrykk. Ef þessi saga hafði verið skrifuð í nútímanum, gæti hún hafa fjallað um mann með tvöfaldan persónuleika, en það eru auðvitað bara getgátur.