Ilmurinn, saga af morðingja eftir Patrick Süskind
( Das Parfum, die Geschichte eines Mörders)
Á þessum duttlungafullu vordögum, þar sem veðrir virðist ekki vera ákveðið hvort það
vilji batna eða bara vera eins og það var í janúar, ákvað ég að bæta einni skáldsögu í
safn minninga minna. Patrick Süskind, sá þýski sjéntilmaður, hefur fengið mikið lof
fyrir skrif sín og hef ég ávallt haft löngun til að glugga í eina af bókum hans.
Ilmurinn, þessi vægast sagt óvenjulega skáldsaga, byrjar skemmtilega. Nöturlegum
aðstæðum í París lýst mjög íturlega og vonleysið gerist næstum snertanlegt vegna
rauntals. Strax er lýsing á aðalpersónunni, Jean-Baptiste Grenouille, mjög opinská
enda eitthvað á þessa leið: “ Á átjándu öld var uppi á Frakklandi maður sem var í hópi
allra snjöllustu og andstyggilegustu einstaklinga sinnar aldar, og það þótt hún væri
annars engan veginn fátæk af snjöllum og andstyggilegum einstaklingum.”
Strax er eftirtektarvert að lykt skiptir miklu máli, í hvers skonar lýsingum eða
samræðum, alltaf er það ilmurinn sem skiptir máli. Grenouille semsagt, fæddist á
þessum lyktarvondu tímum í París og móðir hans, sem taldist varla vera tilfinningarík
vera, fórst í framhaldi af fæðingu hans.(faðir hans var einhver af þessum ruddum sem
iðult stunduðu kynlíf með móður hans, án hennar vilja). Honum er komið fyrir hér og
þar en enginn virðist vilja hafa hann þar sem hann er að þeirra sögn einstaklega
furðulegt barn, algjörlega lyktarlaust.
Þar sem ef viðkomandi hefur enga lykt, er hann útsendari Lúsífers á þessum tímum.
Þar af leiðandi var Grenouille komið fyrir hjá brúskara og óprúttnum manni til að vinna
erfiðsvinnu allan sólarhringinn.(þar sem annað fólk sæi lítið af honum) Hetjan okkar er
líka einstaklega ófríð útlitum eftir að allskyns sárasóttir og annar óskapnaður hefur
dvínað á honum, en þó hefur hann lifað það allt að, sem telst skrýtið mjög. En strax og
hann kemst til vita, kemst hann að því að lyktarskyn hans er með endemum. Hann
getur greint hvaða lykt sem er niður í minnstu einingar, geymt lyktartegundir í minnum
sér og jafnvel skapað nýjar úr ýmsum efnasamsetningum.
í tómstundum sínum fer hann á lyktmikla staði, niður að sjó, miðbæ París eða þvílíka
staði til að þefa, greina ilminn niður. En fyrr en varði þekkti hann alla ilma sem nef
hann komst yfir, allstaðar voru sömu ilmarnir. En loksins fékk hann tækifæri. Hann
gerðist aðstoðarmaður eins mesta ilmmeistara í París, eða fyrrum. Orðspor hans hafði
hrakað og var líklegast það sem kallast er útbrunninn. En þar sem Grenouille var
kominn sýndi hann mikla lyktaryfirburði sína yfir aðra menn og skapaði ilma sem
enginn hafði fundið áður, aljgörlega guðdómlega. En þetta voru einungis minni háttar
ilmar í augum hans, hann geymdi þessu mikilvægu fyrir seinni og betri tíma.
Hann hafði mátt til að heilla menn, láta þá lúta sér og elska sig útaf lífinu. Hann ætlaði
sér að ná þvílíkur valdi yfir mönnum, en þurfti rétta ilminn.
Eitt sinn var hann á gangi í miðbæ París og eitthvað himneskt barst til vitja hans.
Unaðslegasti ilmur sem hann hafði nokkurn tímann fundið. Hann elti ilminn og fann
loks uppsprettuna. Ung, rauðhærð stúlka sat við borð og var að verka fisk. Hann
færðist nær henni og nær. ILmurinn var að gera útaf við hann, fullnægingartilfinningin
var hrífandi, hann varð að eignast þennan ilm, en hvernig? Hann læsti höndum um háls
hennar þangað til hún dró eigi andann lengur. Þetta var unaðslegasta stund í lífi hans.
Þetta kvöld var byrjun á ævintýrum Grenouilles áætluðum til að safna hinum eina sanna
ilm. Fullkomnasta ilm sem þessi heimur gæti fætt. Ilmur sem fengi alla til að leggjast á
hné og lúta, lúta þeim sem bæri hann.
Skemmtileg lesning, mjög svo. Fer algjörlega ótroðnar slóðir og kom mér nokkuð á
óvart. Patrick Süskind er svo sannarlega kominn í mína, góðu bók.