Þessi bók gerist í Kína árið 1989 þegar blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var.
Alex, 17ára, fer með pabba sínum sem er myndatökumaður til Kína að taka fréttamyndir. En á meðan þeir eru úti fara ungir námsmenn að mótmæla og þessi ferð verður allt öðruvísi en þeir héldu.
Þetta er sannsöguleg bók. Kannski ekki nákvæmlega þessar persónur en margar sem voru í sömu sporum. Ég mæli með fyrir ALLA að lesa þessa bók því að hún er skemmtileg, sorgleg en mjög spennandi og maður getur ekki lagt hana frá sér fyrr en hún er búin.
Hún er ekki mjög þung og er 195 bls. Ég hef eiginlega ekkert meira að segja um hana nema að ALLIR að fara út á bókasafn eða út í búð og taka hana :):):)
(ég vona að þetta verði ekki sett á korkinn)
Shadows will never see the sun