Aska Angelu er sjálfsævisaga sem gerist í Bandaríkjunum og á Írlandi á öðrum og þriðja áratug 20. aldarinnar. Sagan fjallar um fátækan strák, Frank McCourt, bernsku hans og baráttuna við að lifa af. Aska Angelu er ein frægasta minningarsaga síðustu ára og hefur unnið til Pulitzer-verðlaunanna. Einnig hefur verið gerð kvikmynd eftir bókinni.
Frank McCourt fæddist inn í fátæka fjölskyldu og var fátækur alla sína bernsku og fram eftir aldri. Hann átti erfiða barnæsku, drykkjusjúkan föður og missti þrjú af systkinum sínum.
Frank fæddist í Ameríku ( Bandaríkjunum) en þegar hann var 4 ára fluttist fjölskyla hans til Írlands. Móðir hans og faðir voru írsk, hann úr norðurhlutanum en hún frá Limerick. Móðir hans, Angela McCourt, áður Sheehan, átti þrjú syskin og sá aldrei pabba sinn. Erfiðleikar hennar hófust strax þegar hún fæddist.
Faðir hans, Malachy McCourt fæddist á bóndabæ í Toome á Norður-Írlandi. Hann barðist með Írska lýðveldishernum og vildi að börnin sín vildu deyja fyrir Írland. Stundum á nóttunni reif hann bræðurna upp úr rúminu og lætur þá lofa sér að deyja fyrir Írland. Stundum þegar hann kom heim og viskílyktin angaði af honum söng hann sorgleg lög.
Systkini Franks voru Malachy, Michael, Alphie (Alphonsus), Oliver, Eugene og Margrét. Oliver og Eugene voru tvíburar en þeir dóu ungir og Margrét dó nokkurra daga gömul.
Frank fór í kaþólskan ríkisskóla, Leamyskólann og mátti líða hýðingu og rassskellingar frá kennurunum. Ef einhver gerði ekki eins og til var ætlast var ekki hikað við að slá viðkomandi með priki á handarbökin. En Frank eignaðist nokkra vini í skólanum og þeir fundu upp á ýmsum uppátækjum saman.
Þegar faðir Franks kom ekki heim með kaupið sitt á föstudögum varð Angela að fara til St. Vincent de Paul-félagsins og fá möguleika á húsgögnum, mat, fötum eða skóm. Hún varð líka oft að fara í búð Kathleen O´Connell og fá lánaðan mat. Bræðurnir voru líka sendir á götuna við kolaverksmiðjuna til að tína upp kol sem höfðu dottið af vörubílum sem hægt var að nota til að hita upp húsið þeirra með.
Þegar Frank var sjö ára gamall var hann sendur í dansskóla. Það var eitthvað sem hann vildi alls ekki gera! Stundum fór hann í bíó fyrir peningana sem hann átti að borga dansgjaldið með.
Frank fékk taugaveikina þegar hann var næstum 11 ára og lá á sjúkrahúsi í margar vikur. Hann missti svo mikið úr skólanum að hann þurfti að fara aftur í 5. bekk. Á sjúkrahúsinu kynntist hann Patriciu Madigan. Hún var með barnaveikina og eitthvað annað sem læknarnir gátu ekki greint. Hún dó nokkrum dögum eftir að Frank kom á sjúkrahúsið.
Faðir Franks, Malachy, fór til Englands að vinna. Hann átti að senda hluta af föstudagskaupinu sínu heim til fjölskyldunnar en hann eyddi alltaf kaupinu í bjór. Angela og börnin hennar fjögur höfðu þá enn minni pening en áður því nú fengu þau ekkert kaup og engar atvinnuleysisbætur.
Frank fór í drengjadeild Erki-bræðrafélagsins í Endurlausnarkirkjunni. Hver deild bar nafn dýrlings og var mynd af honum máluð á skjöld sem festur var á súlu við sæti umsjónarmannsins.
Frank fékk sýkingu í augnslímhúðina og varð rauður og þrútinn í augunun. Stundum duttu augnhárin af. Hann var veikur í augunum alla sína ævi og það varð honum stundum til ama.
Þegar Frank varð eldri fann hann hvað það var erfitt að bera unglingur í kaþólskum sið, verða að játa allar syndir sínar fyrir framan prestinn og í kaþólskum sið eru syndirnar margar.
Á þrettánda ári Franks var fjölskylda hans rekin úr íbúðinni sem þau leigðu. Þau fengu að búa hjá frænda bræðranna, Laman Griffin
Hann hætti í skóla 14 ára gamall. Þá fór hann út á vinnumarkaðinn. Fyrsta vinnan hans, með skólanum, var að hjálpa nágranna sínum að bera út kolapoka. Þetta var erfið vinna og reyndi mikið á bak og fætur. Önnur vinna hans var blaðaútburður með frænda sínum og svo fékk hann vinnu sem skeytasendill á pósthúsinu. Frank vann sér inn aukapening við að skrifa hótunarbréf fyrir frú Finucane og þegar hann var á aldrinum 17 – 19 ára vann hann hjá Easons-baðsölunni. Hann lagði launapeningana sína inn á sérstakan reikning, svo hann gæti farið til Ameríku og freista gæfunnar þar. Og það tókst! Loksins var hann búinn að safna nægum peningum til að komast til Ameríku. Skipið Írska eikin sigldi með Frank til Ameríku, til framtíðarlands hans.
Það er til framhald af þessari bók sem heitir Alveg dýrðlegt land og í henni fjallar McCourt um líf sitt sem ungur maður í Ameríku.
Þeir sem hafa gaman af svona ævisögum ættu endilega að skella sér í að lesa báðar þessar bækur.
Love is patient, love is kind. It does not envy, it does not boast, it is not proud . . . Love never fails.