Ég ætla að fjalla lítillega um þessa snilldarbók sem Metamorphosis of prime intellect.
Þessi bók hefur ekki verið gefin út af neinu stóru bókafélagi ennþá en hún er ókeypis á netinu og er höfundurinn Roger Williams með það á prjónunum að gefa hana út sjálfur eftir pöntun.
Þessi saga er vísindaskáldsaga og gerist í framtíðinni og allir lifa í tölvuheimi og eru geymdir í tölvum í stað líkamans, í henni eru athyglisverðar pælingar varðandi ódauðleika og hvernig mannfólkið bregst við því að þurfa ekki að hugsa fyrir neinu, hún er afar gróf og ofbeldisfull á köflum en vel skrifuð og margar mjög áhugaverðar hugmyndir í henni um gerfigreind, mannleg samskipti, ódauðleika og hvað er að vera mannlegur, þessum hlutum hefur jú oft verið fjallað um áður en þetta verk nálgast þetta á annan hátt en ég hef séð áður og það mjög skemmtilegan.
Ég get ekki sagt mikið meira án þess að skemma fyrir lesendum, en þessi bók hélt mér algerlega útí eitt, og mæli eindregið með henni fyrir alla vísindaskáldssögu unnendur og aðra sem eru hrifnir að viðfangsefnunum, bókina er hægt að nálgast á "http://www.kuro5hin.org/prime-intellect/" Þetta er eina bókinn sem ég hef lesið í tölvu í heilu lagi og sá ekki eftir því.
hún fær 4 af 5 stjörnum hjá mé