svolítið seint... jólagjafa bækurnar (: Alltaf þegar ég fæ bækur í jólagjöf þá les ég þær ekki heldur fer srax í bókaskápinn hjá öðrum og byrja að lesa, þannig að ég á ennþá eftir að lesa harry 5 og Artemis Fowl haha! En ein af þeim bókum sem ég las um jólin var Linda P. Mér fannst svo skrýtið að sjá hana fara að gráta þegar að hún var að tala um bókina sína við Sirrý svo að ég ákvað að prufa (nasty), þótt að ég væri ekkert mikið fyrir ævisögur. Mér finnst alveg frábært að hún er ekkert að tala í hringi og segja líka frá því hvernig hún fæddist!!! Ef maður byrjar að lesa bók, þar sem byrjað er á að tala um hvar maður fæddist og hvort að maður hafi fæðst fjólublár eða rauður í heiminn!!! RUGL!!! Linda byrjar eiginlega akkúrat á réttum stað í bókinn… Hafið þið tekið eftir því að þegar fólk er orðið eldgamalt byrjar að skrifa ævisögu sína, þá er hún svo langdregin og í svo rosalega gamaldags máli að maður skilur hana ekki! Eða svona nokkurn veginn. Linda skrifar sína bók á nútímamáli.
Ég var svo að byrja á Ruth Reginalds, ég er ekki búin að klára hana haha! En hún byrjar á því að tala um fæðingu sína, hún skrifar þó ekki gamaldags og hefur smá fyndni í henni eins og Linda. Það er rosalega gaman að bera þessar bækur saman. Fyrst þegar ég byrjaði að lesa þær hélt ég að þær yrðu alveg eins en það er mikill munur að lenda í rugli sem barnastjarna eða ungfrú heimur. Mæli sérstaklega með Ljós og Skuggar!!! með Lindu… (o: