Þessi bók er sú fyrsta af þremur; Sabriel, Lirael og Abhorsen sem eru eftir Garth Nix. Þær gerast í tvemur heimum sem eru aðskildur með miklum vegg. Ancelstierre er venjulegur heimur, nánast eins og okkar en The Old Kingdom er heimur fullur af göldrum og hættulegum verum.
Sabriel er dóttir Abhorsen og er í skóla sem er í Ancelstierre. En hún er sjálf upprunin frá The Old Kingdom en faðir hennar vildi hafa hana í Ancelstierre til að halda henni frá hættunum í The Old Kingdom. Farðir hennar kemur oft og heimsækjir hana, en eitt kvöldið þegar Sabriel á von á honum kemur hann ekki. Hún verður vör við dauða veru (í The Old Kingdomer hægt að vekja upp dauða og nota þá t.d. sem þjóna) í skólanum og ætlar að kveða hana niður. Hún erfði þá hæfileka frá föður sínum og hefur lært mikið í The Book of Death. Þessi dauða vera kemur til skila sverði föður hennar og silfurbjöllunum sjö, sem eru notaðar til að vekja og kveða upp þá dauðu. Hún kemst að því að faðir hennar hlýtur að vera fastur í dauðanum og ákveður að fara til The Old Kingdom og finna hann og koma honum aftur til lífs með bjöllunum. Hún leggur af stað en þegar hún fer yfir veggin, sér hún að margt er á ferli sem ætti að vera dautt og að einhver sækist eftir henni.
Þessi bók er draumur fyrir alla þá sem eru hrifnir af góðum fantasíum, einnig er næsta bók Lirael (sem ég fjalla um seinna) mjög góð líka!! ^.^
“Does the walker choose the path, or the path choose the walker?”
Kv. Ameza
kveðja Ameza