Las þessa bók í fyrsta skipti um daginn, og VÁ hún er góð.
Eins og í mörgum bókum King er lesandanum haldið við bókina alveg frá byrjun til enda. Sjálfur var ég undir viku að lesa hana sem bara ágætt viðað við það að ég hef mjög margt í minni dagskrá…
Og þetta er spoiler
Bókin byrjar með pari sem er að keyra í eyðimörkinni í Nevada, þau voru vön að fara á einhvern túristastað en ákváðu í þetta skipti að fara þangað. Síðan eru þau stoppuð af löggunni og þar kemur RISA stór lögga sem heitir Collie Entragian. Hann spjallar aðeins við þau eins og þau hafi ekkert gert og er bara svona máturlega kurteis og skemmtilegur. Síðan dettur honum í hug að það gæti verið eiturlyf í bílnum svo þau leita og finna poka af dópi.
Hann tekur þau uppí bílinn og segir þeim réttindi þeirra nema: skellir orðunum “ég ætla að drepa ykkur” inní það en lætur eins og hann hafi ekki tekið eftir því. Hann keyrir með þau til bæs sem heitr örvænting og þar er ekkert að gerast, ekkert fólk þar úti og eins og allir séu dauðir þar eða eitthvað…
Síðan fara þau í fangelsið og sjá þar dauða telpu, og þá hlær Collie og segist hafa gleymt henni.
Síðan byrjar sagan með fjölskyldu: Tveir foreldrar og tvö börn.
Það er aðeins talað um fjölskylduna og eitthvað um að strákurinn þeirra hafi orðið gegt andlega upplyftur nýlega eða e-ð soles (þau eiga sko stelpu og strák). Síðan stoppar lögga þau sem er einmitt helvíti stór…
Hann hafði lagt gaddabelti og þau hefðu keyrt yfir það, hann segist hafa verið að elta afbrotamann og bíðst að keyra þeim í næsta bæ til að ná í viðgerðamann og þau jánka því. Hann dregur þau samt eiginlega í burtu og er bíllinn þeirra skilinn eftir með opna hurð og allt í ólagi. Þau eru keyrp til örvæntingar og þar drepur Collie stelpuna og skellir hinum í fangaklefa, og þar er fyrir gamall maður.
Næst er það rithöfundur sem fær smá kynningu og hann er víst gamall og montinn og svona. Hann er að fara um USA á móturhjóli og tala á svona kellinga-ráðstefnum útum allt land til að öðlast virðingu aftur. Hann stoppar til að pissa þegar það kemur lögga og skammar hann fyrir það að pissa á almannafæri sem er soldið asnalegt(hann var í miðri Nevada eyðimörkinni). En þeir gleyma því fljótt og Collie segir honum að hann sé mikill aðdáandi rithöfundarsins og þeir spjalla í smá tíma. En allt í einu í miðjum samræðum byrjar Collie að lúberja miðaldra rithöfundinn, og þá koma allt í einu fullt af úlfum sem Entragian getur talað við… Hann dregur rithöfundinn uppí bíl hjá sér og fer með hjólið í burtu og grefur það. Á meðan reynir rithöfundurinn að hringja í hjálpina sína (maður sem eltir hann útum allt en heldur sig í skugganum en fær aðeins samband í örfáar sekóndur, og nær að koma því fram að hann hafi verið handtekinn af brjálaðri löggu og staðsetnignu sinni. Löggan keyrir honum í fangelsið þar sem hinir feðralangarnir eru samankomnir ásamt einum sem bjó þarna í Örvæntingu. Hann segir þeim að Collie hafi verið drengur vænn og allra dýra vænastur en hafi brjálast og hafi nú drepið alla í bænum (hjartnær 500 manns) og hann sé sá eini sem er lifandi, sem hann vissi að…
Vona að þetta hafi vakið áhuga ykkar á bókinni og nú gengur ekkert annað en að drífa sig útá bókasafn (eða búð) og fá sér eintak.
Kv.Sammi