Þeir sem þekkja mig vita að ég er bókanörd og eyði miklum tíma
mínum í bækur og þann óendanlega heim sem þær bjóða uppá. Sumir
ganga jafnvel svo langt að segja að ég sé háður þeim, en ég ákvað
að segja frá nokkrum uppáhalds bókum mínum og afhverju mér finnst
þær svona frábærar.

1. Wheel of time (1-10) eftir Robert Jordan.

Þessi bókasería er af svokölluðu fantasy kyni. Og gerist semsagt
í öðrum heimi og menn og konur geta galdrað og gert ýmsa aðra
hluti sem ekki er hægt að gera hér. Mér finnst þessar bækur vera
ákaflega góðar og náði ég að lesa 7 þeirra innan við 3 mánaða sem
ég sé eftir vegna þess að það er enginn dagur kominn á 11.
bókina. En ég mæli með þessari bók því að hún skilur engann eftir
í leiðindum.

2. Harry Potter (1-5) eftir J.K. Rowling.

Allir þekkja Harry potter og um hvað hann snýst en þessi bók
sýnir að ævintýri geta alveg “meikað” það útí hinum stóra heimi
skáldsagnana og sakamálasagnana. Milljónir barna lesa þessa bók
og hefur hún aukið stórlega bókmenntaáhuga barna. Mér finnst
þessi bók vera líka æðisleg vegna þess að þetta er í heildina
litið eitt risastórt ævintýri með gátum og þrautum. Þar sem
lesendur geta sett sig í spor einhverja persóna í bókunum og bara
gleymt sér í Hogwarts skóla.

3. Artemis Fowl (1-3) eftir Eoin Colfer.

Artemis fowl sem sumir myndu segja væri í samkeppni við Harry
Potter. En Artemis fowl fjallar um þennan unga dreng sem er
fluggáfaður og keppist við álfa ef svo mætti segja. Það sem mér
líkar best við þessar bækur er það að sjá hvernig hann býr til
þessar áætlanir og síðan sjá þær rætast. Það er ekkert jafn gott
og fullkomin áætlun.

4. Lísa í Undralandi. eftir Lewis Carroll.

Þessi er nú eiginlega uppáhaldið mitt. Hún virkar bæði sem
barnabók og fullorðnisbók. Hún fjallar auðvitað um stelpuna Lísu
sem fer í gegnum kanínuholuna og lendir auðvitað í Undralandi.
Auðvitað finnst mér þessi bók skemmtileg vegna þess að Lewis býr
til algjöran undraheim sem hafði aldrei sést áður í bókmenntum
sennilega. En ef einhver hefur ekki lesið þessa bók þá ætti
hann/hún að skella sér á hana núna!

5. Hobbítinn og Hringadróttinssaga. eftir Tolkien.

Auðvitað þekkja allir þetta eftir að kvikmyndirnar komu sem voru
alveg frábærar þótt það vantaði nokkur atriði uppá en ekkert hægt
að gera við því. Ég fékk Hobbítann þegar ég var ungur drengur sem
er sennilega mjög stutt síðan þar sem ég er aðeins 20. En eins og
allar hinar bækurnar gerist hún í öðrum heimi. Og þar sem allir
vita um hvað hún er þarf sennilega ekkert að ræða meira um þessar
bækur.

6. Dagbækur Berts (1-?) eftir Sören Olsson og Anders Jacobsson
(ef ég man rétt þ.e.a.s.)

Þessar bækur eru sennilega einu bækurnar hérna sem gerast ekki í
öðrum heimi nema þú kallir Svíþjóð annar heimur. Þessar bækur
fjalla um Bert sem er ósköp “venjulegur” unglingur í Svíþjóð og
skrifar hann dagbók sem er alveg brjálæðislega fyndin. Hann
lendir í ýmsum uppákomum sem koma manni alltaf til að hlægja.

-

Eins og þið sjáið eru þetta aðeins 6 bækur af mörgum og er ég
sennilega að gleyma einhverjum frábærum bókum. En lestraráhugi
minn nær yfir langt svið og ekki aðeins yfir þessar bækur.