Ja ég átti að gera sögugreiningu fyrir skólann og datt í hug huga…

Da Vinci lykillinn

Höfundur: Dan Brown

Útgefandi og útgáfu ár: Bjartur-Reykjavík-2003

Blaðsíðufjöldi: 453


Robert Langdon er bandarískur prófessor í táknfræði sem var kallaður á morðvettvang í París, þar sem hann dvaldi vegna fyrirlesturs. Svo virðist vera að Sauniére, safnvörður á Lourve-safninu hafði verið skotinn til bana en Langdon hafði ætlað að mæla sér mót við hann um kvöldið en hann mætti ekki. Hann var kallaður á vettvang því að hr. Sauniére hafði skilið eftir tákn. Fullt af táknum. Langdon reynir að skýra táknin út fyrir hr. Fache sem er yfirmaður rannsóknarlögreglunn í París og er sannkristinn og trúði því ekki því sem Langdon sagði varðandi gyðjuátrúnað.
Sophie Neveu, yfirmaður dulmálsdeildarinnar í París kom á vettvang skömmu eftir að Langdon kom þangað. Hún sagði að Bandaríska sendiráðið vildi ná tali af honum og rétti honum númer. Hann hringdi í númerið á meðan Neveu og Fache rifust (þau voru ekki bestu vinir). Þetta var Neveu sem talaði inn á símsvara og sagði að hann væri í hættu og að Fache væri að leiða hann í gildru.. Langdon trúði henni og bað um að fara á klósettið skömmu eftir að Neveu fór. Neveu var á klósettinu og sagði henni að koma með sér. Þau fóru að málverkinu af Monu Lísu. Bak við eitt málverkið í salnum þar sem Mona Lísa var lykill og á honum var skammstöfunin PS, sem Langdon hélt að væri tengt elsta leynifélagi heims bræðrafélgi Síons og það væri miklar líkur á því að Sauniére væri höfuðpaurinn í þeim samtökum. Langdon fann orðsendingu á lyklinum sem hafði verið skirfaður með myrkrapenna. Þau yrðu að fara í einn banka. Þetta var enginn venjulegur banki heldur var þetta öruggasti banki sem hægt var að hugsa sér. Langdon og Neveu fengu að koma inn og fengu það sem var inn í bankahvelfingunni. Þetta var eitthvað þungt í mjög fallegu skríni. Þau héldu að þetta væri hinn heilagi gral. Langdon sagði að best væri að þau færu til Sir Teabing sem var einn helsti áhugamaður um hinn heilaga gral. Sir Teabing vildi að þau færu til Bretlands, heimalands hans til að reyna að finna gralinn sem og þau gerðu, hundelt af lögreglunni, interpol og öllum því að Neveu og Langdon voru grunuð um morðið á Sauniére. Ekki bara morðið á honum heldur þrem öðrum til viðbótar.

Persónulýsingar:

Robert Langdon er prófessor við Harvard í táknfræði. Hann er piparsveinn og finnst það eiga mjög vel við sig. Honum er illa við frægð en hann hefur öðlast einhverja í listaheiminum fyrir túlkun sína á ýmsum táknum í listaverkum.

Sophie Neveu er lagleg kona. Hún hefur starfað við tákn allt sitt líf og getur lesið mjög mikið úr litlu. Hún er mjög gáfuð og talar reiprennandi ensku en er þó frakki.

Sir Teabing er riddari og var sleginn riddari af drottningunni í Bretlandi fyrir störf sín sem sagnfræðingur. Hann hefur mikinn áhuga á gralnum, reyndar er hann endalaust að leita af honum og er að miklu leiti siðblindur því að hann mundi vilja gera allt til að komast yfir hann.

Sagan gerist í París, nálægt Lourve og öðrum merkum stöðum í París og einnig fara þau til London og Oxford. Sagan gerist ekki meira en á fjórum dögum.


Dan Brown hefur skrifað eina aðra sögu um Robert Langdon en þá var hann á Ítalíu að skoða gögn um vatíkaníið en ég hef ekki lesið hana. Dan Brown hefur hlotið mikla gagnrýni vegna þessara bóka hans því að hann gagnrýnir kaþólsku kirkjuna. Hann segir hana hafi valið út kafla sem hentar krikjunni best og hann gagnrýnir hana fyrir að hafa oftúlkað boðskap Jesú.

Mitt álit er að þetta er mjög góð og vel skrifuð bók. Hún er mjög fræðandi og upplýsandi um aðra hlið á kristinni trú sem maður lærir ekki í bókum. Þessi bók er mjög áhugaverð og sýnr manni nýja innsýn í kristna trú og skýrir upphaflega merkingu mikið af táknum sem voru talin tengjast djöfladýrkun. Dan Brown nær með snilld að tengja sagnfræði og bókmenntir saman á auðskiljanlegan hátt.

Da Vinci lykillinn hefur verið á metsölulista New York Times í meira en sex mánuði og hefur hlotið mjög góðar viðtökur frá fólki frá ýmsum heimshlutum. Þær staðreyndir sem eru nefnda í bókinni varðandi Bræðrafélag Síons, um sértrúarsöfnuðinn Opus Dei og upplýsingar um lýsingar af listaverkum, byggingum, skjölum og afhöfnum er sannar. Varðandi Bræðrafélag Síons þá eru upplýsingar um það að Sir Isaac Newton, Botticelli, Victor Hugo og Leonardo da Vinci hafi verið í því félagi.


Takk fyrir

Fantasia