Ég gerði þessa ritgerð fyrir skólann í fyrra og mig langar að vit hvað ykkur finst um hana
Inngangur
Ég ætla að skrifa um bók sem heitir „Hlæjandi Refur”. Höfundur bókar er Þorgrímur Þráinsson, útgefandi er Iðunn og útgáfuár er 2000. Bókin er 114 blaðsíður og Brian Pilkington myndskreytti. Ég valdi þessa bók af tveimur bókum sem ég gat valið um og mér leist betur á þessa bók.
Sumarið sem Úlfhildur var þrettán ára bar óvæntan gest inn í líf hennar indíanastrákinn Mússí sem kom til Íslands sem laumufarþegi með skipi.
Hlæjandi Refur
Úlfhildur er þrettán ára stelpa sem hittir indíánastrákinn Mússí sem flúði frá Ameríku. Úlfhildi tekst með ýmsum brögðum að vinna trúnað hans og saman eiga þau ógleymanlegar stundir. Smátt og smátt leysir Mússí frá skjóðunni og segir henni frá því hvers vegna hann flúði til Íslands og hvaða ógnir steðja að honum. Mússí sagði henni líka frá Jim sem segist vera pabbi hans. Mússí sagði Úlfhildi margar sögur um eld, vatn, vísunda og aðra indíána. Hann sagði henni líka frá ættföður sínun Geronimo en hann var einn frægasti indíani sem uppi hefur verið. Meðan Mússí var á Íslandi kynntist hann vinum Úlfhildar, Silju og Ísaki. Mússí leið vel á Íslandi en brátt leið að því að það var hringt frá Ameríku og Jim ætlar að ná í Mússí. Þá ákvað Úlfhildur að fela Mússí í hesthúsi sem að pabbi hennar á. En foreldrar Úlfhildar taka eftir því að þau séu horfin og láta lögregluna leita að þeim. Þegar þau finnast þarf Mússí að fara heim til sín.
Þegar Úlfhildur er orðin fimmtán ára fær hún loksins bréf frá Mússí. Þá hefur hann flúið aftur frá Jim og er í Afríku og bíður eftir skipi sem siglir til Íslands. Úlfhildur lætur sig dreyma um að Mússí hringi dyrabjöllunni og standi brosandi á tröppunum eins og hann hafi aldrei farið.
Lokaorð
Bókin „Hlæjandi Refur” hefur næstum því allt sem þarf til að kæta krakka á aldrinum 9-13 ára, skemmtun, spennu og fróðleik. En mér finnst að hún þyrfti að vera raunverulegri. Ef ég ætti að gefa henni einkunn, gæfi ég henni 7,5.
Mér finnst ólíklegt að Jim eða raunverulegur faðir Mússí myndi ekki ná í hann strax í staðinn fyrir að láta hann vera marga mánuði á Íslandi. Mér finnst líka ótrúlegt að Mússí hafði ekki fundist um borð í skipinu fyrr en það var komið til Íslands.
Heimildaskrá
Þorgrímur Þráinsson skrifaði bókina, hún heitir „Hlæjandi refur” og er 114 blaðsíður. Bókin er gefin út af Iðunni og prentuð í Prentbæ ehf árið 2000.