á slóð skepnunnar og ljóndrengurinn þar sem ég er gagnrýnandi á Kistan.is (bókavefur, mæli með honum) og ég var að fá að dæma 2 frábærar bækur ákvað ég að senda dómana hingað endilega lesið og ekki gefast upp!
kv.morgan

Á SLÓÐ SKEPNUNNAR

Á slóð skepnunnar er spennandi, skemmtileg bók og auk þess með ágætis húmor.

Bókin er eftir Isabel Allende sem sýnir á sér glænýja og óvænta hlið í þessari nýstárlegu bók. Nú skrifar hún fyrir yngri kynslóðina, hún breytir um stíl - frá drama yfir í spennu.

Bókin fjallar um Alexander Cold sem er sendur til ömmu sinnar þegar foreldrar hans fara í lyfjameðferð til Texas. Alexander er ekki ánægður með það því honum líkar ekki við ömmu sína því fáir hræða hann jafn mikið og sú kona. Það kemur líka á daginn að Alexander á að fara með ömmu sinni til Amason-skógana í Brasilíu og hittir þar litríkar persónur eins og mannfræðing sem er með fullmikið álit á sjálfum sér. Hann hittir líka kvennkyns lækni sem hefur starfað í Amason-skógunim í 10 ár og hún hefur mikil áhrif á karlmennina í hópnum. En sú sem hefur mest áhrif á hann er Nadía dóttir leiðangursstjórans, Cesar Santos, og þegar þeim er rænt af dularfullum indjánum koma hæfileikar Nadíu sér vel.

Ótrúleg endalok sem er ómögulegt að sjá fyrir fyrr en í bláendann koma rosalega á óvart og er ég byrjuð á bókinni í annað sinn.

Mér finnst þessi bók einstök í sínum flokki vegna þess að höfundurinn nær að segja í hverju einasta smáatriði svo allt kemur fram.

Mér finnst líka að persónunum og umhverfinu sé mjög vel lýst og giska ég á að Isabel (höfundurinn) noti heimaland sitt, Chile, sem grunn.

Líka koma fram nýjar tegundir af dýrum eins og vant er í svona bókum og finnst mér þau ekki mjög frumleg en þau koma mjög flott út.

Þýðing Kolbrúnar Sveinsdóttur er líka mjög góð sem hjálpar mikið.

Svo við höfum spennu, húmor, skemmtilegar persónur, flott umhverfi og góða þýðingu. Þarf eitthvað meira?!

Í slóð skepnunnar skiptast á ótrúleg ævintýri, hættuleg frumskógardýr og svo mikil spenna að það að rífa sig upp á milli kafla er mikið átak.

Verst við bókina er hvað Alexander er óöruggur en sjálfsöryggið batnar með tímanum.

Ættu allir á milli 7 ára til 20+ að geta notið að lesa þessa bók, jafnt strákar sem stelpur.

LJÓNADRENGURINN


Þegar mér var fyrst fengin þessi bók í hendur var mér sagt að hún væri talin næsta Harry Potter. Eftir að hafa klárað hana efaðist ég ekki eina sekúndu um það.


Í æsispennandi leit aðalpersónunnar Charlies Ashanti blandast inn töfrar og raunsæisveröld fljótandi tívolís eða Hins konunglega fljótandi sirkus og hin tónelskandi ferða-akademía Thibaudets.


Bókin fjallar um Charlie Ashanti sem er einkabarn vísindamannanna þekktu Aneba og Magdalenu Start og byrjar á þessum orðum “Eftirmiðdag einn á laugardegi í september var móðir Charlies upp í stiga í bakgarðinum að eiga við plöntur sem uxu hátt upp eftir veggnum.” Heillandi og góð byrjun, en segir ekkert um framhaldið sem á eftir kemur. Einn daginn kemur hann heim úr skólanum og þá eru foreldrar hans ekki heima sem er í hæsta máta óvanalegt og mesti töffarinn sem Charlie þekkir, Rafi Sadler, tekur á móti honum og segir honum að pabbi hans og mamma séu farin eitthvert “vinnutengt”.


En það sem enginn gerir sér grein fyrir er að Charlie er ekkert fífl né lamb að leika sér við. Hann flýr burt frá Rafa og lendir á ótrúlegustu stöðum og með hjálp undarlegs hæfileika síns, sem er að tala kattartungu!


Ég ætla ekki að segja meira frá söguþræðinum heldur hvaða áhrif lestur Ljónadrensins hefur á mann. Á einhvern óútskýranlegan hátt tekst höfundinum Zizou Corder að láta hvert orð flæða yfir lesandann og það er eins og maður sé á staðunum!

Maður trúir hverju orði og blandast inn í spenninginn og verður sleginn yfir hverju leyndarmáli sem er upplýst.

Ekki má gleyma hvað bókin er hreinlega sprenghlægileg og er með óvanalegan húmor.


Ég spái því að þetta sé jólabókin í ár, Harry Potter má vara sig , og enginn frá 7 ára til 15 missa af henni!
I did not have sexual relationship with this woman.