Hæhæ, núna ætla ég aðeins að fjalla um barnabókina “Klói segir frá” eftir Annik Saxegaard.
Bókin segir frá kolsvörtum ketti að nafni Klói og er bókin eiginlega dagbók hans og hvernig hann lifir með stráknum sem á hann en hann heitir Bjössi. Sagan gerist á Íslandi. Ég ætla aðeins að skrifa niður hluta af kafla 2 svo að þið gerið ykkur grein fyrir hvernig bókin er og ef ykkur lýst vel á hana mæli ég með að þið lesið bókina.
2. kafli. Músaveiðar
Finnst ykkur ekki leiðinlegt, þegar hlegið er að ykkur? Það finnst mér. Mér finnst það heimskulegt af fólki að hlæja að mér. Þess vegna er ég í slæmu skapi í dag. Það er ekki aðeins Bjössi sem hlær að mér stunudum, heldur líka mammahans og pabbi. Í dag kölluðu þau mig litla þorparann, brögðótta kisa og svarta bragðarefinn og fleiri slíkumónöfnum.
Ég er köttur. Það er satt. Og svartur er ég, alveg kolsvartur - en bragðarefur er ég ekki. Ég er aðeins vitur, en dálítið uppfinningasamur og ráðsnjall köttur. Og mér finnst dálítið hart, þegar hlegið er að mér fyrir það.
Önnur bók er eftir sama rithöfundinn og ber heitið “Klói og Kópur” en þar eru ævintýru Klóa og hundins Kóps sem er vinur hans!