Hjartasalt

Hér ætla ég að skrifa smá úrdrátt um Hjartasalt sem er einmitt framhaldið af bókinni Pelastikk. Ég sá þessa bók þegar ég skrifaði úrdrátt úr Pelastikk sem þið getið séð með því að smella hér http://www.hugi.is/baekur/greinar.php?grein_id=16340379 . En í þessari bók er Logi kominn á fermingarárið sitt og fermist með pompi og prakt. En í byrjun bókarinnar fer hann á ball skammt frá Dalvík og þar hittir hann skipstjóra frá Hríey sem er á ufsaveiðibát sem nefnist Hrólfur. Logi fréttir að það er laust pláss hjá honum og Logi fer í kokkapláss. Á meðan Logi er á Hrólfi býr hann í Hríey heima hjá skipstjóranum og kynnist dóttur hans og verður svona líka hrifinn af henni að í lok bókar eru þau orðinn kærustupar. En aftur að sjónum þá er Logi með þeim Herði, Sveini, Axeli og Þóri skipstjóra í áhöfn sem eru allir skrýtnir út af fyrir sig. En Logi gerir margt fleira skemmtilegt í þessari bók eins og í hinni t.d fær hann skammbyssu hjá Sveini og skýtur sel í Flatey og bjargaði heimili Þórs frá bruna. Ég mæli mjög með þessari bók og hvet alla til að lesa hana.

Einnig las ég bók fyrir nokkrum árum en ég man ekki hvað hún heitir. Hún fjallaði um ungann fátækan strák sem átti heima í Reykjavík en fer svo í sveit. Mamma hans er mjög fátæk og sendir hann því í sveit. Í sveitinni er stelpa á næsta bæ og strákurinn gerði eitthvað sem hann skammaðist sín svo fyrir. Eins og ég segi man ég ekki mikið úr þessari bók en ef einhver veit hvaða bók ég er að tala um endilega segi mér það.

Takk fyrir.