Ég var að klára að lesa Bettý eftir Arnald Indriðason.
Hún kom mér svolítið á óvart, er öðruvísi en hans
fyrri bækur. Mér finnst það jákvætt, því þó að bækurnar hans
séu skemmtilegar og spennandi, þá eru þær orðnar of keimlíkar,
það er alla vega mín skoðun.
En þessi var öðruvísi.
Frásögnin er sögð af þeim grunaða sem situr inni fyrir glæp.
Þó að mér þyki þetta ekki besta bókin hans Arnalds, þá gat ég
ekki látið bókina frá mér.
Það er atriði í bókinni sem kemur manni verulega í opna skjöldu, ég varð að lesa “aftur á bak ” og kíka aftur á það sem ég hafði þegar lesið til að koma mér inn í nýjar kringumstæður! Ótrúlega skemmtilegt atriði.
Það eina sem ég hef út á bókina að setja er hvað hún var
fljótlesin. Ég hef aldrei fyrr verið svona fljót að lesa bók eftir Arnald, ég hef lesið allar bækurnar hans nema eina, og þó að ég hafi varla getað látið frá mér bækurnar hans þá tók það mig nú lengri tíma að lesa fyrri bækurnar.
Geri mér ekki alveg grein fyrir því hvers vegna, hvort að “Bettý”
er í styttra lagi eða hvort að mér hafi farið svona fram í lestri,
sem að ég held að geti nú varla verið.

“Bettý” fjallar um ungan lögfræðing sem fer að vinna
fyrir forríkan kvótakóng fyrir norðan.
Bettý, sem er kona kvótakóngsins, gekk hart að lögfræðingnum til
að fá hann til starfa, og spilar Bettý stórt ef ekki stærsta
hlutverkið í bókinni.
Í raun fjallar þessi saga um Bettý sem er dularfull, kynþokkafull,
falleg kona sem vílar ekkert fyrir sér.
En oft leynist flagð undir fögru skinni eins og berlega kemur
í ljós í bókinni.
Þetta er fín spennusaga og alveg hægt að mæla með henni.
Áfram Indriði!

Estro