Hæ!
Hérna fyrir neðan er bókakynning um Grafarþögn sem ég átti að skila inn fyrir skólann. Þetta er í rauninni enginn *spoiler* en ef þú ert ekki búinn að lesa hana og vilt ALLS ekki vita neitt, þá myndi ég ekki lesa þetta.
En allavega, njótið.
Grafarþögn
Grafarþögn er spennuskáldsaga eftir Arnald Indriðason, höfund sem hefur verið á hraðri uppleið síðustu ár.
Sagan gerist eiginlega á tveimur tímapunktum. Annarsvegar núna á okkar tíma og hinsvegar á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Þetta eru í raun og veru tvær frásagnir sem sameinast svo þegar bókin fer að enda.
Átta ára strákur finnur mannabein í nýlegum húsagrunni í Grafarholtinu. Erlendur, Sigurður Óli og Elínborg eru rannsóknarlögreglur sem hafa umsjón með þessu ómerkilega máli, eða það finnst þeim allavega. Þau reyna að rannska málið, finna jarðfræðinga og og fornleifafræðinga og annað skemmtilegt til að grafa upp beinin.
Á meðan er sagt frá fjölskyldu um 1940. Hjón með 3 börn. Þau bjuggu í illa kláruðu húsi í Grafarholtinu, sem var í rauninni sveit í þá daga. Þau voru ekkert allt of hamingjusöm. Kallinn barði konuna, Margréti, sundur og saman og átti það eftir að draga dilk á eftir sér. Börnin þeirra hétu Símon, Tómas og Mikkelína, en Mikkelína var ekki dóttir hans og hann þoldi hana ekki. Kallaði hana krypplynginn, vegna smá fötlun sem hún var með eftir heilahimnubólgu sem hún fékk þegar hún var tveggja, þriggja ára.
Erlendur, Sigurður Óli og Elínborg fá vissar hugmyndir um hver þetta gæti verið sem að lægi þarna. Mannshvarf, morð eða bara einhver níræður kall sem að fjölskyldan hefði ekki efni á jarðarför. Gæti verið. En nú varð málið áhugaverðara, í báðum frásögnunum.
Fjölskyldan í Grafarholtinu reyndi að gera allt til að reyna að lifa eðlilegu lífi, allavega þau fjögur. Kallin fékk vinnu í birgðastöð hersins en var svo stungið inn fyrir stuldur og þá hófust 6 yndislegir mánuðir hjá fjölskyldunni. Mamman kynntist bandarískum hermanni, Dave, og voru þau mikið saman þetta sumar.
Sigurður Óli og Elínborg fara og hitta gamlan kall sem átti heima í Grafarholtinu um 1940 en kallinn er við það að hrynja í sundur, gat ekki talað, en sagði eitthvað smá um græna konu, en skrifaði fyrir þau á miða, en aðeins eitt orð, SKÖKK. Svo dó hann :p :S
Svo hittir Erlendur eina mjög mikilvæga manneskju sem ljóstrar öllu upp, en það vil ég ekki gera, þannig að þið verðið bara að lesa bókina sjálf
Erlendur er aðalpersónan, ein af rannsóknarlögreglunum. Hann er kall um fimmtugt, rauðhærður með skegg. Fráskilinn, en á tvö börn, Evu Lind og Sindra Snæ. Eva Lind kemur mikið við sögu í bókinni, hún er eiturlyfjaneitandi og ófrísk, tvennt sem fer ekki vel saman og verður mikið mál úr því. Mér finnst Erlendur vera einmanna kall, vorkenni honum svolítið. Íbúðin hans er frekar draslaraleg, 1944 umbúðir út um allt og svona. Erlendur er einnig aðalpersónan í mörgum öðrum skáldsögum Arnaldar en það er ekki það eina sem að tengir sögurnar saman. Heldur hvernig hann hefur það oft þannig að fortíðin sækir alltaf á framtíðina hjá fólkinu og mér finnst mjög gaman að lesa um það. Bókin er alveg frábær að mínu mati, enda búin að lesa hana tvisvar. Mér finnst þetta besta bókin eftir hann, þó svo að Röddin og Mýrin seú líka rosalega góðar.Ég semsagt mæli með þessari bók fyrir alla þá sem finnst gaman að lesa spennusögur.
Takk!