Hæhæ, ég ætla að fjalla aðeins um Kim-bækurnar. Höfundur bókana heitir Jens K. Holm og er Danskur. Bækurnar eru svokallaðar Drengjabækur en ég held að það hafa komið út a.m.k. 23 Kim bækur sem heita: Kim og félagar, Kim og horfni fjarsjóðurinn, Kim og týndi lögregluþjónnin, Kim í stórræðum, Kim og dularfulla húsið, Kim er hvergi smeykur, Kim og blái páfagaukurinn, Kim og stúlkan í töfrakistuni, Kim og njósnararnir, Kim og gimsteinahvarfið, Kim og brennuvargarnir, Kim og leðurjakkarnir, Kim og smyglararnir, Kim og ósynilegi maðurinn, Kim í vanda staddur, Kim frímerkjaþjófarnir, Kim og lestaræningjarnir, Kim missir minnið, Kim - sá hlær best sem síðast hlær, Kim og örláti þjófurinn, Kim og ilsigini maðurinn, Kim of fyrsti skjólstæðingurinn og svo ein til viðbótar sem ég veit ekki hvað heitir
Aðalpersónurnar heita Kim, Eiríkur, Kata, Brilli og Larsen lögregluþjónn.
Kim og Eiríkur eru bestu vinir og eru í skóla í kaupmannahöfn og er saman í bekk ásamt Brilla. Kata á heima í litlu fiskiþorpi sem Kim, Eiríkur og Brilli heimsækja og búa á á sumrin, Kim hjá frænd fólki sínu, Eiríkur í sumarbústað með foreldrum sínum og Brilli í sumarbústað. Saman bralla þau margt saman og koma upp um glæpamenn. Brilli hefur mikin áhuga á líf- eðlis- og efnafræði og er með sína eigin tilraunastofu í bílskúrnum sínum sem er eiginlega miðstöð þeirra vina. Núna ætla ég að segja aðeins frá einni bókini og ef ykkur líst vel á, endilega lesið bækurnar. Bókin sem ég ætla að segja frá heitir Kim í stórræðum sem er 4 bókin í seríuni.
Það byrjar þannig að Kata kemur að bílskúrnum hjá Brilla og þar setja Brilli og Kim. Hún segist vera með mál sem væri tilvalið að leysa. Það var þannig að hænsaþjófar hafa verið á ferli hjá bændum. Þá grunar einn sem heitir Pétur. Brilli hafði verið að búa til nýja þjófagildru sem tók myndir á þjófum þegar þeir snertu vírinn sem mátti setja hvar sem var. Þau settu upp myndavélina í hænsahúsi eins bóndans og náðu mynd af þjófnum. En Eiríkur hafði misst peningaveskið sitt í hænsahúsinu og þar voru öll skilríki hans. Kim fór til baka til að sækja það en þá náði bóndin honum og læsti hann inní skúrin hjá sér. Kim heyrir þegar vinur hans Péturs kemur og uppgötvar að herbergið hans Péturs er við hliðn á skúrnum. Hann heyrir Pétur minnast á að bóndin eigi hvorki mera né minna en 3700 kr sem hann geymir í borgahólsklukkuni. Hann heyrir líka að vinur hans Péturs heitir Kaj. Síðan fer Kaj og Pétur fer að sofa. Þá kemur Kata og saman ná þau að brjóta lásin á skrúnum og Kim kemst út. Þegar Brilli er búin að framkalla filmuna sést að þjófurinn er strákur sem heitir Sveinn og eru Sveinn og Kaj alltaf saman. Þeir eru 18 ára vandræða unglingar. Kaj segir Sveini auðvitað frá peningnum í borgahólsklukkuni og ræna þeir verslings bóndan. Kim heyrði sem betur fer líka um peningana og vissi að þeir félagar myndu ræna bóndan. Kim, Eiríkur, Brilli og Kata sjá þegar þeir ræna bóndan en sem verra er koma þeir auga á Brilla og ná honum og setja þeir hann ofan í kassa. Þeir ætla síðan að fara þegar þeim dettur í hug að þeir verði að færa kassan svo engin finni Brilla. Þeir ætla að fara með hann í skúr á höfnini en missa kassan ofan í sjón. Ef þið viljið vita endin lesið endilega bókina.