Röddin
Arnaldur Indiriðarson hefur hlotið mikla, og verðskuldaða athygli fyrir skrif sín. Hann sérhæfir sig í glæpa og spennusögum, og er af mörgum talinn, einn af betri spennuöguhöfundar Íslendinga frá upphafi. Bókin er mjög skemmtileg og listarlega vel skrifuð.
Bókin var gefin út árið 2002. Í henni eru 330 blaðsíður sem skiptast í 34 kafla.
Ég ætla nú að fara út í persónulýsingar :
Vil taka það fram að ekki öll persónueinkenni persónanna eru tekin fram, því þetta er aðeins ein af nokkum bókum með sumum af eftirtöldum persónum.
Aðalpersónan í bókinni heitir Erlendur. Vinnur hann hjá lögreglunni sem rannsóknarlögreglumaður. Hann er fráskilinn og á tvö börn, sem bæði eru því miður í sögunni komnar út í eiturlyf og þannig lagaða vitleysu. Eftir að hann skildi við konu sína, hætti hann nánast öllu sambandi við börn sín, en það hafði lagast nuna að hluta til. Á hann í ágætis sambandi við Evu , dóttir sína, en er aftur á moti ekki í neinu sambandi við Sindra Snæ, son sinn.Býr Erlendur lítilli íbúið í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin er heldur tómleg og eyðir hann mestum tíma sínum þar í hægindastól sínum og les bækur um hamfarir og slys. Ástæðan fyrir því að hann les um slys er sú að þegar hann var yngri , lenti hann í miklum hremmingum og missti bróður sinn. Var það Þannig, að hann, bróðir hans og faðir voru í göngu út á landi. Mikið óverður skall á og týndu þeir föður sínum. Bræðurnir héldust í hendir, og reyndi að gana til næsta bæjar. Missti Erlendur síðan takið á bróður sínum, sem var tveimur árum yngri, og týndi honum. Eftir að hann hafði leitað að honum í dágáða stund gafst hann upp og gróf sig í jörðu niður. Það var svo leitarlið sem fann hann, og fór með hann heim. Þessi atburður hefur mikil áhgirf á sálarlíf hans. Finnur hann fyrir mikilli sektarkennd og er hann hálf “tilfinningalega skertur “ eftir þetta. Talar hann einu sinni í bókinni um að þessi atburður hafi drepið hluta af honum, eithvað í honum sem hafi farið þarna, og myndi aldrei koma aftur. Meðan að sagan gerist, er hann að rannsaka morðmál á hóteli. Hann leigir sér íbúð á hótelinu í stað þess að fara heim til sín. Það segir kannski eithvað um hvað honum finnst lífið leiðinlegt, og ómerkilegt. Hann er mjög hugsandi maður, og eyðir miklum tíma í að hugsa um líf sitt og tilveru. Þeir kaflar eru oft á tíðum mjög fróðlegir og skemmtilegir. Erlendur reykir frekar mikið.
Guðlaugur er persóna sem finnst myrt á hóteli. Erlendur rannsakar einmit dauða hans.Við rannsókn málsins, fær maður að vita margt um Guðlaug. Hann er maður um á fimmtugsaldri. Vinnur hann sem dyravörður á hóteli, og hefur hann gert það í rúm 20 ár. Hann lifir í litlum kjallara á hótelinu, mjög litlum og ósmekklegum. Ekki allir sem gætu lifað þar. Hann er góður starfskraftur, og vinnur í raun ekki bara sem dyravörður. Heldur í rauninni sem húsvörður á hótelinu. Hann gerir við það sem gera við skal, og leikur jólasvein á jólaskemmtunum um jól. Hann á í raun engan að, reyndar föður og systir sem hann hefur ekkert samband við. Þegar hann var um 8 ára var hann mjög góður kórsöngvari. Hann þótti einn efnilegasti söngvari sem Íslendingar höfðu nokkurtíman átt. Guðlaugur hafði samt ekki mikinn áhuga af sönglistinni sjalfur en fór í gegnum þetta allt fyrir föður sinn. Krakkar stríddu honum í skóla, og var hann kallaður “ Litla Prinsesan”, útaf því að hann gekk í kór, sem fleiri stelpur en strákar gerðu, og því bekkjafélagar hans sáu hann klæða sig í kvennmansföt og mála sig. Þegar hann var 10 ára , missti hann röddina.Það gerðist þegar hann átti að syngja fyrir framan fjölda fólks í Borgarbíói. Venjulega missa krakkar ekki fallega rödd sína um 10 ára aldur. En Guðlaugur var bráðþroska, og var kominn í mútur. Röddin hans eftir mútur var alveg ágæt, en ekki eins frábær og afberandi og áður fyrr. Um tvítugsaldur lenti hann í heiftarlegu rifrildi sem varð til þess að faði hans datt niður stiga, og stóð ekki upp aftur. Hann lamaðist semsagt. Faðir hans fyrirgaf honum þett aldri, og tók systir hans, Stefanía afstöðu með föður þeirra. Þegar hann varð eldri, varð hann samkynhneigður, og átti í þriggja ára sambandi við karlmann. Þeir hættu saman og missti Guðlaugur síðan íbúð sína. Síðan þá vann hann á hótelinu í 20 ár, og lifði hálf fúlu lífi, eða allt þar til hann fannst myrtur í jólasveinabúning, með gyrt niður um sig, og smokk á liminum.
Eva Lind er eins og áður sagði dóttir Erlends. Hún er um tvítugt. Líf hennar er alls ekki dans á rósum. Hun fór snemma að drekka, og þar af leiðandi í eiturlyf, og vændi kom einnig við sögu. Hun var ófrísk en missti barn sitt vegna of stórt eiturlyfjaskammts og hugsar hún mjög mikið um það. Hún er þunglynd , aðalega vegna þessa atburðar með barns síns. Hún talar oft um líf sitt sem “þetta helvítis líf”.
Ösp er 18 á stelpa sem vinnur sem ræstikona á hótelinu. Hún er ómenntuð , en hun hætti í að ganga í skóla strax eftir grunnskóla. Hún var einnig í fíkniefnaheiminum, og ári áður en sagan gerist, var hann nauðgað af handrukkurum. En hun skuldaði þeim pening. Bróðir er líka mikill dópisti. Bróðir hennar skuldar mikinn pening, og fer allur peningur Aspar í að borga upp skuldir hans. Ösp og hann tengjast morðinna á Guðlaugi á einn hátt.
Sigurður Óli er samstarfsmaður Erlendar. Hann er giftur og á börn. Hann er skemmtilegur maður, og hefur Erlendur mjög gaman af honum. Honum þykjir mjög vænt um Erlend, og þar sem sagan gerist um jól, býður hann honum að fá að vera hja honum um jolin og fleira, semsagt goður maður.
Elínborg er einnig samstarfsmaður Erlings. Hún er gift og á börn. Lifir svona ósköp venjulega og góður fjölskyldulífi. Indæl kona, og góður lögreglumaður og góð vinkona Erlends.
Hótelstjórinn á hótelinu er áberandi mjög feitur maður. Leiðinlegur og fúll. Hann vill helst banna öll lögreglustörf á hótelinu og koma málinu burt. Hann svitnar mjög og er það oft tekið fram í bókinni. Hann talar mikið um hvað gott sé að borða, og hvað allur matur sé góður.
Stefanía er systir Guðlaugs. Ákveðin, frek, en í raun dugleg kona. Hefur mátt þola mikið um ævina eins og t.d að mikið meira var hugsað um bróðir hennar Guðlaug en hana í æsku. Var hun hæfileikalaus og ómerkileg að mat faðir hennar. En þrátt fyrir það hefur séð um faðir sinn allt frá því að hann lamaðist. Hún tengist svo á einn eða annan hátt morðinu.
Henry er persóna sem kemur nokkuð mikið við sögu. Hann er safnari mikill og sérhæfir söfnun sína í að safna plötum með barnastjörnum, þ.e.a.s börnum sem syngja vel og hafa orðið frægir, eins og Guðlaugur. Hann er Breti og er hann druslulegur í útliti. Gengur um í gömlum fötum og notar munntóbak mikið, sést á tönnum hans að hann hafi notað það lengi og mikið. Hann fór í fangelsi í Bretlandi fyrir að hafað nauðgað 12 ára gömlum dreng, og var grunaður um annað slíkt mál, en aldrei dæmdur til fangelsisvistar. Hann er grunaður um að hafað drepið Gunnlaug.
Nu tel eg mig hafað farið í gegnum aðalpersónurnar í bókinni, og læt þetta gott heita.
Tek það fram að þetta er aðeins skólaritgerð, og fer ég þessvegna aðeins út í persónulýsingar.
Fékk topp einkun fyrir þetta ;)