Ritgerð um Bókina Olla og Pési
Ég ætla að skrifa ritgerð um bókina Olla og Pési.
Höfundurinn heitir Iðunn Steinsdóttir. Iðunn Steinsdóttir fæddist þann 5. janúar 1940 á Seyðisfirði. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1960 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1981. Iðunn vann hjá Skipaútgerð ríkisins frá 1960 til 1962 og starfaði síðan við grunnskólakennslu um nokkurra ára skeið og kenndi m.a. á Húsavík og við Laugarnesskóla. Frá 1987 hefur hún að mestu fengist
við ritstörf. Iðunn sat í stjórn Leikfélags Húsavíkur 1968 - 1972 og í stjórn Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur 1989 - 1991. Hún var í ritstjórn blaðsins Börn og bækur 1985 - 1989 og í átti þátt í að ritstýra bókinni Dagamunur sem gefin var út í tilefni 70 ára afmælis Kvenfélagssambands Suður-Þingeyinga 1975. Iðunn er formaður Barna og bóka, Íslandsdeildar IBBY samtakanna.
Fyrsta verk Iðunnar er barnabókin “Knáir krakkar” sem kom út árið 1982 og síðan hefur hún sent frá sér fjölda barnabóka, meðal annars bækurnar um prakkarana Snuðru og Tuðru sem notið hafa mikilla vinsælda. Margar smásögur Iðunnar hafa birst í barnablaðinu Æskunni og hefur hún einnig samið sögur fyrir barnatíma útvarps og sjónvarps. Iðunn hefur samið handrit að sjónvarpsmyndum og þáttaröðum fyrir börn auk handrits að fræðslumyndinni “Ég veðja á Ísland” sem hún samdi fyrir Námsgagnastofnun. Hún hefur skrifað fjölda námsbóka fyrir grunnskóla og einnig samdi hún barnaefni fyrir Umferðaráð. Þá á hún fjölda söngtexta á hljómplötum. Hún hefur skrifað leikrit í samvinnu við systur sína, Kristínu Steinsdóttur rithöfund. Iðunn hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörf sín.
Iðunn er gift og á þrjú uppkomin börn. Hún býr í Reykjavík.
Útgáfuár bókarinnar er 1987 og útgáfufyrirtæki er Almenna bókafélagið. Búi Kristjánsson gerði fallegar myndir í bókina.
Sagan gerist mest í byrjun heima hjá Ollu. Í miðjunni er Viðey notuð fyrir staðina þar sem mest er að gerast. Þau eru mjög lítið hjá Pésa því það má ekki rusla neitt til hjá honum. Sagan hefst á því að ráðskonan fer frá þeim um miðja nótt og skilur Ollu eftir og var hún þá bara smábarn. Olla fer að gráta og afi hennar kemur inn og sér miða sem stendur á að ráðskonan sé farin úr landi og vilji að þeir sjái um hana. Þegar Olla verður eldri sér hún menn sem eru að byggja hús á hæðinni fyrir ofan bæinn. Þegar fjölskylda ein flytur inn í húsið tekur hún eftir því að í fjölskyldunni er strákur sem er álíka gamall og hún. Þau verða mjög góðir vinir.Olla getur talað við hestinn sinn og finnst það mjög gott hann heitir Rauður. Dag einn kemur maður frá borginni og vill taka af þeim lóðina ef Bessi eignast ekki konu munu þeir taka af honum lóðina nokkuð seinna. Málfríður fjölskylduvinur segir að hún geti fundið konu handa Bessa
og kemur með vinkonu sína hana Önnu en þau komast fljótt að því að hún passar ekki inn á heimilið. Dag einn stelast þau með krakkahóp til Viðeyjar og verða óvart eftir.
Síðan seint um kvöldið koma tveir menn og þau biðja þá að fá að koma með þeim í land. Þeir vilja það ekki en án þes að þeir tækju eftir, stalst Pési með þeim í land og svo fór hann til Bessa og þeir sóttu Ollu. Daginn eftir bíða allir eftir að þorpararnir komi að sækja bátinn og þegar þeir koma góma þeir þá og þeir eru færðir upp á lögreglustöð. Þegar þau koma upp á lögreglustöðina fara þau til yfirheyrslu. Lögreglukonan sér ekkert að, því krakkarnir stálust í burtu en ávítaði þorparana fyrir að hafa ekki tekið þau með í land. En þegar þeir voru farnir út, þá sagði Bessi lögreglukonunni frá pappakössum sem þeir geymdu í skúr þarna stutt frá. Lögreglukonan segir, að þetta verði að rannsaka og sendir leitarflokk eftir þeim. Þeir fundust og voru færðir í fangageymslu. Þau Olla og Pési urðu í sviðsljósinu eftir þetta.
Olla verður 10.ára og getur ekki talað lengur við Rauð (en hann er hestur) en þau skilja samt hvort annað mjög vel. Í afmælinu hennar kemur allur bekkurinn og kennarinn. Þegar þau eru að fara þá verður Rauður órólegur og ætlar í kennarann. Pési fær bréf í skóinn um jólin og í því stendur, að þau megi taka þátt í leik. Það stendur að þau megi engum segja frá, en þau segja samt kennaranum. Þegar þau koma á staðinn koma menn og taka þau föst. Þá birtist kennarinn og reynir að bjarga þeim, en þeir ná henni líka og fara með þau út í Viðey og láta þau inn í hús og binda þau föst þar. Þeir láta kennarann skrifa bréf til foreldra þeirra Ollu og Pésa, um að hún hafi stolið þeim og að hún vilji lausnargjald. Foreldrarnir fá bréfið og fara að safna peningum. Mennirnir koma og gefa þeim að borða og Olla tekur eftir, að þetta eru þorpararnir. Henni finnst kennarinn vera gott efni í konu handa Bessa (fósturpabba). Næst þegar mennirnir koma þá bindur annar maðurinn Ollu mjög laust, hún sleppur, losar hina - en þau komast ekki af eyjunni  Olla kallar á Rauð og stuttu seinna kemur Bessi og bjargar þeim. Þau útskýra fyrir honum að kennarinn sé ekki sekur, heldur þorpararnir Kobbi og Lubbi. Pabbi Pésa er að fara með lausnargjaldið í Miklagarð þar sem hann átti að láta þá af hendi og síðan taka mennirnir þá með sér, en hann Lubbi þurfti að stela sér einum konfektkassa. Þegar þeir eru að fara út, tekur öryggisvörðurinn þá bakvið og finnur konfektkassann, en þá segir Kobbi að hann þekki hann ekkert og fær að fara. Þá koma Olla og Pési og bjarga málunum. Olla sendir Lubba Nóa-Konfekt í fangelsið til að henni myndi líða betur. Kennarinn og Bessi gifta sig og allt verður gott. Sögupersónan Olla er góð og skemmtileg stelpa og einkar úrræðagóð vinur hennar Pési er góður skemmtilegur strákur. Stjúp pabbi Ollu hann Bessi er skemmtilegur maður en samt feimin. Mamma hennar Ollu hann Gísli er skemmtilegur maður og sennilega mamma hennar Ollu því hann er góður í eldhúsinu. Afi Ollu, Bárður er skemmtileg persóna.
Þessi bók er mjög góð, en er samt mjög mikil barnabók. Það var gott að lesa hana og maður náði að skilja hvernig persónunum liði. Ég mundi alveg lesa þessa bók aftur ef ég myndi fá bókina aftur.
….