,,Myndin af Dorian Gray” var eina bók Oscar Wilde í eðlilegri bókarlengd, ásamt þessari samdi hann talsvert af ljóðum og smásögum (frægasta smásagan hans var ,,The Gentle Giant” sem kom út í íslenskri þýðingu sem lestrarbók fyrir yngri kynslóðina). Í hugum flestra á þessum tíma þótti Oscar Wilde fremur ómerkilegt skáld og gæti orsök þess verði að hann hafði aldrei samið neitt sem þótti sérstaklega aðdáunarvert. Myndin af Dorian Gray var verkið sem sannaði hæfni Oscar Wilde og vakti á honum mikla athygli, í dag er Oscar Wilde talinn einn af brautryðjendum enskra rithöfunda.
Sagan gerist í Bretlandi í lok 19. aldar í bæ einum þar sem fólkið sem átti peningana réði ríkjum og hinir máttu bara þjást (sem sagt mikil stéttarskipting eins og var þekkt á þessum tíma) og segir af hinum drambsama Dorian Gray.
Sagan byrjar þegar er búið að máluð af honum mynd og verknaðurinn vekur honum til hugsunar að þegar hann er orðinn gamall þá muni hann koma til með að líta á málverkið með hálfgerðri öfund, meðan hann hugsaði þetta tautaði hann við sjálfan sig að hann vildi óska sér að málverkið myndi eldast og verða ljótt en hann myndi eiga farsæla ævi jafn unglegur og málverkið myndi annars vera. Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum rættist þessa fáránlega ósk og þegar Dorian fer að taka eftir þessu felur hann málverkið á háalofti sínu. Til að halda þessu stórundarlega leyndarmáli leyndu fyrir fólki sem gæti misnotað sér þessar fregnir gerir hann hina voðalegustu hluti þar á meðal morð, svik og pretti. Þá kemst hann einnig að því að málverkið eldist ekki bara heldur sýnir hann sem hinn versta mann með myndrænum hætti (t.d. drepur hann eina af vinkonum sínum í algeru óðagoti og er málverkið orðið blóðugt af höndum hans). Og hefur það vissulega mikil áhrif á samvisku Dorians.
Við lesturinn fannst mér áhugaverðar lýsingar á sögupersónunum þar sem fólkinu var lýst svo nákvæmlega að það var orðið hálfskrýtið. T.d. átti Dorian Gray að sögn Oscar Wilde að vera mjög myndarlegur maður, mér þótti sú lýsing nægja en lýsingin fer gersamlega út í ystu æsar og byrjar hann að koma með ýmislegt sem jaðra við einhverju kynferðislegu. Þannig að það útskýrði margt fyrir mér þegar ég komst að því að Oscar Wilde var samkynhneigður. Þess má líka geta að þessar lýsingar voru einn þáttur í því sem gerði bókina svo fræga.
Atburðarásin í bókinni myndi sumum þykja frekar hægfara, það er nokkuð til í því en fyrir svona hrollvekjusögu er það mjög nauðsynlegt að persónurnar séu vel kynntar áður en sagan hefst fyrir alvöru . Aðal-ástæða þess er sú að annars væri manni alveg sama um það sem hendir persónurnar. Það er eitt sem gerir bókina merkilega af því leyti að greinilegt er að margir frægir rithöfundar hafa hengið innblástur út frá henni beint eða óbeint, þá oftar en ekki hrollvekjuhöfundar. Þar ber fyrst að nefna Stephen King og Junji Jito(sem reyndar hefur ekki notið svo mikillar frægðar annars staðar en í Japan) þeir báðir eiga það til að nota hina undarlegustu hluti og gera stórgóða sögu um þá sem að mörgum hefði ekki einu sinni dottið til hugar að væri hægt. Af þessu má sjá að Oscar Wilde var nokkurn skonar brautryðjandi í skrifum á hrollvekjum þrátt fyrir að ekki nærri því allar sögurnar hans hafi verið af þeim toga.
Karaktersköpunin í bókinni er alveg kynngimögnuð af mínu mati, og aðal-persónan Dorian Gray er frekar athyglisverð persóna. Það er að segja að hann breytist úr einum persónuleika í annan. Þegar sagan hefst er hann frekar venjulegur maður en þó dálítið ósiðaður og notar sér fólk, en eftir að óskin rætist reynir að leyna óskinni fyrir öllum í kringum sig verður hann hryllilega innrættur maður og ætti að hafa margt á samviskunni en hefur það ekki því óskin sem rættist gerði hann eiginlega sálarlausan. Með þessu lýsir rithöfundurinn hvernig hann breyttist úr manni í nokkurn skonar skrímsli bara af því að efniskendin var svo mikil að hún dreif hann í að framkvæma þessa ákvörðun að óska sér þessara grunnhyggnu óskar. Eða þetta er mín túlkun á sögunni.
Ég vil að lokum benda á kvikmyndina sem var gerð eftir bókinni, hét hún
,,The Picture Of Dorian Gray” sem var eftir Albert Lewin ( þetta var önnur af tveim myndum eftir hann ) og vann hún óskarsverðlaun á sínum tíma fyrir bestu myndatöku og var tilnefnd til óskars fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki og fyrir listræna leikstjórn. Myndin er bráðvel gerð og leikstjórinn hefur greinilega haft mikinn skilning á verkinu. Ég mæli með myndinni fyrir þá sem áttu erfitt með að lesa bókina því hún fylgir henni mjög nákvæmlega eftir, jafnvel of .
Í stuttu máli: Myndin af Dorian Gray er listilega vel skrifuð bók um undarlegt en áhugavert viðfangsefni og er áhugaverð lesning fyrir hrollvekju-unnendur þar sem bókin er greinilega einn mesti áhrifavaldur.
Ég held að boðskapurinn með sögunni hafi verið: ,, Oft er flagð undir fögru skinni ”