Paul Sheldon used to write for a living. Now, he's writing to stay alive.
Já það er nú hægt að segja margt um þessa bók en að sjálfsögðu þá er þetta bók frá einum besta ritöfundi allra tíma Stephen King. Þetta er fyrsta bókin sem að ég les með honum og þegar að ég var kominn aðeins inní bókina þá gat ég varla látið hana frá mér, ég hafði þó séð nokkrar myndir um bækurnar hans en bara þessi bók var eiginlega mikklu betri en myndirnar sem ég hafði séð.
Þessi bók fjallar um rithöfundinn Paul Sheldon. Hann hafði nýlega verið uppi á hóteli í sveit að ljúka við nýjustu bók sína “Fast Cars”. Þegar að hann var búinn með hana þá ættlaði hann að keyra frá hótelinu sem að hann var á og niður í bæ að sýna bókina til útgefanda hans. En þegar að hann var á leiðinni þá fór heppnin hans að grána aðeins. Það skall á snóstormi og byrjar bókin (Misery sem sagt) á að bíllinn hans fer útaf veginum og skemmst, og þá kemur eitthver kona og bjargar honum, en það var ekki svo mikil björgun í rauninni því að næstu mánuðir myndu vera verstu mánuðir lífs hans. Þegar að hann rankar við sér þá fer konan sem að bjargaði honum (Annie Wilkes) að tala við hann og segja honum að hún sé hans “number one fan” og sé að lesa nýjustu bókina af Misery (Drama bækur sem hann hafði skrifað). Paul er slasaður mikið eftir slysið og getur varla hreift sig og Annie sem er fyrrverandi hjúkrunarkona dælir hann upp af lifum til þess að minka sársaukann….
Ég ættla samt ekki að segja ykkur öllum hvernig þessi bók er og hvað gerist í henni því að ef ég myndi byrja að skrifa um það þá myndi vera hægt að gefa bókina út á íslenskri þíðingu ;Þ, en allaveganna þá mæli ég nú bara mjög mikið með henni.