Ég ætla að fjalla um mann sem heitir Pétur, úr bókinni Englar Alheimsins. Pétur var geðveikur en mjög vitur maður. Það er sagt að það mjög stutt bil á mill geðveikar og vera mjög vitur. Eiginlega allir sem voru á Kleppi voru mjög vitir menn.
Útlit.
Pétur var með skoleitt hár. Það liðaðist yfir axlinar, þykkt og mikið. Ennið var hátt. Í því mótaði fyrir gáfulegum hrukkum. Oft fóru undarlegir kippir um andlit hans og voru þeir ýmist raktir til sýrunnar eða voru taldir aukaverkanir af lyfjum. Pétur var ótrúlega grannur og kinnfiskasoginn.
Fjólskyldan.
Foreldrar Péturs hétu Hafþór og Ingunn. Hafþór var rafirkjameistari og hafði marga í vinnu hjá sér en Ingunn var húsmóðir. Hann átti kærustu sem átti von á barni með honum þegar hann kastaði sér út úr búðinni eftir að hafa tekið inn LSD sýru, en hún fór frá honum af því hún gat ekki þolað geðveikina hans. Hann átti son en fékk aldrei að hitta hann. Hann átti bara eina mynd af honum.
Kostir.
Pétur var vitur maður. Hann vissi allt um Kína. Hann sagðist hafa gert ritgerð um mann í kína sem hét Schiller, og ritgerðin hans var gerð í háskólanum í Peking. Pétur vissi allt um Kína, hann kunni smá Kínversku. Pétur hugsaði ekki mikið um annað en Kína, hann var með Kina á heilanum. Pétur átti góða vini á Kleppi: Pál, Óla bítil og Viktor. Páll ver herbergisfélagi hans á Kleppi. Pétur og Páll voru mjög góðir vinir.
Ókostir.
Pétur reykti mjóg mikið og þegar hann saug að sér sígarettur mynduðust djúpar holur í kinnarnar og kinnbeinin stóðu fram. Þegar Pétur var ungur ákvað hann að fara læra lyfjafræði en það gekk ekki upp vegna þess að hann tók inn sýru sem leiddi til þess að hann varð geðveikur og eins og aðrir í hans stöðu var hann lagður inn á Klepp.
Þegar Pétur gekk um gangana á Kleppi flaksaðist köflótt skyrtan hans til og frá. Það sást í ljósbláan bol sem hann gyrti ofan í þröngar gallabuxur, hann var alltaf í háum strigaskóm og í hettuhúlpu ef hann fór út. Þegar foreldrar Péturs komu fyrst í heimsókn til hans á Klepp störðu þau forðvirða á son sinn, en Jóhanna kærastan hans hágrét. Jóhanna var ólétt og hristist eins hrísla í vindi. Það eina sem Jóhanna gat sagt var: “Af hverju? En hún fékk ekkert svar vegna þess að hann þekkti hvorki hana né foreldra sína. Þegar þau fóru þá komst aumingja Pétur að því aðþetta væru þau og hljóp að hurðinni og barði hana alla, kalli á Jóhönnu þangað til að verðirnir komu og tóku hann.
Pétur var alltaf að tala um Kína og ritgerððina sem hann gerði um Schiller, svo Páll ákvað að hringja í kínverska sendiráðið og reyna að fá ritgerðina hans Péturs. Páll biður góðan daginn við Kínverjan sem svarar, síðan segir hann: “ég hringi frá geðsjúkrahúsinu Kleppi. Ég þyrfti að fá greinargóðar upplýsingar um doktorsverkefni sem unnið var í Peking af…” Páll komst ekki lengra, það var skellt á.
Þegar Pétur útskrifaðist frá Kleppi fór hann heim til foreldra sinna. Honum fannst hann alltaf vera fyrir þar. Svo kom að því að hann tók ekki til eftir sig, ef hann hellti niður kaffi þá þurkaði hann það ekki upp. Það endaði með því að foreldrar hans voru orðnir mjög pirraðir og leyfðu honum ekki að koma heim. Jóhanna var byrjuð með öðrum manni þannig að hún vildi ekki hafa hann hjá sér svona óvinnandi.
Pétur var komin aftur á Klepp, og eina nóttina vaknar Páll, glugginn er brotinn og það er ískalt inn í herberginu. Páll stendur upp og hleypur að hurðinni og kallar á hjálp. Þá kemur einn gæslumaður og opnar dyrnar, lítur á Pál og segir: “Hvar er hinn vitleysingurinn?” Páll segist ekki vita það og gæslumaðurinn er hringir á lögregluna. Pétur fannst 3 dögum síðar látinn á ströndinni, hann hafði gengið í sjóinn og fyrirfarað sér.
Eftir að ég las Englar alheimsins þá hef ég hugsað mikið um hvernig það sé að vera geðveikur. Ég valdi Pétur að skrifa um af því mér fannst mjög sorglegt hvernig hann dó og hvernig fjölskyldan hans útilokaði hann eftir að hann varð geðveikur. Þegar þetta gerist er ekki jafn mikið vitað um geðveikt fólk eins og í dag. Einu sinni á Kleppi voru sjúklingarnir látnir vera naktir inn í herbergjum sínum þar sem þeir skitu á gólfið og löbbuði í skítnum. Það er séð miklu betur um sjúklingana í dag en á tímum Péturs. Á tímum Péturs var kannski sprautað sjúklingana niður ef þér gerðu ekki eitthvað sem læknarnir vildu, stundum voru þeir sprautaðir svo mikið um hátíðarnar að þeir skildu ekki neytt né neytt vekna þess að það voru svo margir í fríi. Í dag er ekki sprautað sjúklingana jafn mikið eins og var gert áður fyrr.
p.s. Þau sem hafa ekki lesið þessa bók eru að missa af miklu!