Bókinni er skipt í tvo hluta. Annar hlutinn er þegar höfundurinn er að segja frá því þegar Vera er á lögreglustöðinni og svarar spurningum í yfirheyrslu. Í hinum hlutanum segir Vera, sem er aðalpersóna sögunnar, sjálf frá og lýsir lífi sínu og hvað gerist.
Vera er 18 ára og lifir í Breiðholti í Reykjavík hjá mömmu sinni og kærasta hennar. Hún hafði átt heima úti í Eyjum til 12 ára aldurs, en þegar hún var 11 ára drukknaði pabbi hennar, sem var sjómaður. Ári seinna hittir mamma hennar, Helga Guðmundsdóttir, gamlan kærasta sínn, Rögnvald Ólafsson. Þau verða aftur ástfangin og ákveða að flytja til Reykjavíkur og búa þar saman. Veru líkaði strax ílla við Rögga.
Kærasti hennar Veru er Halldór Sveinbjörnsson, kallaður Dóri. Þau kynntust fyrst í afmælispartýi hjá Gúrrí vinkonu hennar þar sem hann mætti í jólasveinabúningi með gítar. Hann var svo pirrandi að Vera rak hann út. Í annað skiptið kom hann í sjoppuna sem Vera vann í og þau urðu smátt og smátt skotin í hvort öðru og byrjuðu síðan að vera saman.Hann er í rauninni sá eini sem hlustar á hana og hugsar eitthvað um hana. Þau hittast nánast á hverjum degi.
Eitt kvöld um jólin þegar Helga var í burtu og Vera var í sturtu kom Röggi inn á hana og reyndi að nauðga henni. Hún vissi ekki hvernig hún átti að verja sig og henti sápu í hann. Honum blæddi mikið og hann varð reiður og ætlaði að ráðast á hana en rann á sápunni, datt og rotaðist. Vera hélt að hann væri dáinn og hringdi í Dóra. Hann sagði henni að hringja í lögregluna sem
hún gerði ekki því hún vildi bíða eftir honum. Þegar Vera var búin að klæða sig stóð Röggi allt í einu á fætur en gerði henni ekkert. Vera var úti á svölum og vissi ekki hvar Röggi var í íbúðinni. Þegar Dóri kom ætlaði Vera að sýna honum blóðið á baðinu en það var allt farið. Þess vegna trúði Dóri henni ekki og fór reiður. Hún fór aftur út á svalirnar og horfði á eftir Dóra þegar Röggi birtist skyndilega á svölunum og fór að bulla eitthvað. Hann var drukkinn. Hún hljóp inn og læsti hann úti á svölunum og ætlaði á eftir Dóra. Hún tók vélhjólið sem Dóri kom á en skildi eftir út af hálkunni og fór á því. Á leiðinni klessti hún á sendiferðabíl í hálkunni. Bílstjórinn varð mjög reiður og tók vélhjólið og tók niður nafnið á Veru. Hann hélt að það hefði verið einhver á hjólinni með henni og fór að leita. Á meðan fór Vera í burtu. Þegar hún kom heim var Röggi farinn af svölunum. Hún hafði ekki hugmynd um hvernig hann komst en hélt að hann hefði dottið eða stokkið niður og slasast.Helga kom ekki heim fyrr en næsta morgunn því hún hafði verið í partý. Löggan var búin að hringja í hana og segja henni frá slysinu á vélhjólinu. Hún fór með Veru á lögreglustöðina því bílstjórinn kært hana fyrir að stela peningaveskinu sinu á slysstað. Yfirheyrslan var löng en Vera sagði eiginlega ekki neitt. Þegar það kom í ljós að hún hafði ekki stolið veskinu reyndi hún að segja frá því sem gerðist kvöldið áður, en enginn trúði henni. Þær fóru síðan heim og hittu Rögga sem var þar. Hann sagði allt aðra sögu og Helga trúði honum en ekki henni. Það var ekki fyrr en að nágranni kom með inniskó sem Röggi hafði misst á svölunum að í ljós kom að Röggi hafði verið að ljúga. Þá trúði Helga henni Veru og henti Rögga út.
Strax í byrjun er gefið í skyn að slysið hafi gerst. Það er ástæðan fyrir því að Vera er í yfirheyrslu á lögreglustöðinni. En lesandinn fær ekki að vita hvað hefur gerst fyrr en seinna í bókinni. Þannig reynir höfundurinn að búa til spennu.
Mér finnst þessi saga ekki góð. Mér finnst ömurlegt að karlmaður sé að skrifa unglingasögu um stelpu. Sérstaklega um kynlíf. Það vantar tilfinningar aðalpersónunnar á mikilvægum stöðum. Þess vegna virkar sagan mjög óraunveruleg. Söguþráðurinn er líka stundum skrýtinn, hann er alla vega svolítið runglingslegur.
Ich fuhl mich tod tief in mir drin,