Ég var að ljúka við bók sem heitir Andlitið í speglinum eftir Sidney Sheldon. Bókin er um:

Mann sem dreymir um að verða skopleikari, og hann svífst einskis til að verða frægur. Hann er ekki við eina fjölina felldur og lendir oftar en ekki í vandræðum út af því.

Konu sem er alin upp við fátækt og strangtrúaða móður með refsingu synda á heilanum. Hún kynnist samt ríkum, fallegum dreng þegar hún er krakki, og þegar hún verður eldri verða þau ástfangin. Nema það að móðir hans vill ekki að hann kvænist konu af svona fátækum ættum og þar sem hún var dauðvona ákvað hann að giftast konunni sem hún vill og ætlar að skilja þegar móðir hans deyr. Nema það að stelpan kemst að því að hann giftist svo að hún fer til Hollywood til að gerast stjarna, en það er erfitt að gerast stjarna og hún fær bara smáhlutverk sem hún selur sig fyrir. Hún sefur aðeins hjá þeim sem geta gefið henni hlutverk.

Skopleikarinn slær í gegn og hittir þessa konu, og ætlar að komast upp á hana, en hún sér ekki að hún græði neitt á því svo hún neitar honum hvað eftir annað, sem verður til þess að hann fer að þrá hana. Á endanum giftast þau og hún sér mikil völd út á það að vera gift vinsælasta skopleikara Hollywood.

Dag einn fær hann heilablóðfall og lamast, í annað sinn. Það er ekki hægt að bjarga honum. Hún hittir aftur æskuástina sína sem er skilinn og þau elska hvort annað enn. En hún vill ekki yfirgefa manninn sinn því hún yrði fyrirlitin fyrir það….

Ég vil ekki segja endinn, þið verðið bara að lesa :)
Hún er mikið betri en ég lýsi henni. Ég mæli með þessari bók :)