Í upphafi var Páll Ólafsson lítll, saklaus drengur sem fæddist sama dag og Íslendingar gengu í NATO. Fæðingu hans var fagnað af alþjóð með grjótkasti og táragasi. En innan fjölskyldunnar var hann augasteinn allra, umkringdur aðdáendum og baðaður dýrðarljóma. Í bernsku sinni átti hann vini og lék sér eins og venjuleg börn. Í smá tíma á stuttri ævi sinni var hann venjulegur, hluti af heildinni. Hann var viðurkenndur.
Í byrjun bókarinnar má finna vangaveltur Páls um fæðingu sína. ‘Var þetta svartasti dagurinn í sögu þjóðarinnar, eins og andstæðingar NATO hafa alla tíð hamrað á? Hvíldi yfir honum sérstök bölvun, ákveðin af landvættum og fjallkonum?’ Um þetta má víst deila eins og allt annað. Ég tel það ekki hafa verið neina tilviljun að Páll skuli hafa fæðst á þessum degi. Ég hef það bara á tilfinningunni. Að sjálfsögðu er þetta bara mitt álit, margir eru eflaust mjög ósammála. En hvarvetna rekst hann á vegg enda var honum kannski ekki ætluð önnur leið. Mér finnst bölvunin vofa yfir honum allan tímann en það gerir aðallega þessi gríðarlega nálægð Klepps. Spítalanum er lýst mjög kuldalega og hefur það mikil áhrif held ég. Og í æsku hans líður varla sá dagur að ekki sé minnst á hann. Hann er að sjá fólk að fara þaðan og koma, frændi hans starfaði þarna. Kleppur er alltaf í bakgrunni. Alla ævi Páls er Kleppur ekki fjarri. Atvikið með Baldvin Bretakóng hefur einnig áhrif á þessa skoðun mína. Þegar Páll var orðinn veikur ávítaði Baldvin hann fyrir að hafa ekki gætt engla sinna. Þetta situr svolítið eftir í mér. En engu að síður kom þessi bölvun ekki fram á sjónarsviðið fyrr en seinna.
Ævi Páls var stutt enda veiktist hann snemma. Ég hef það á tilfinngunni að bak við veikina hafi verið góður maður og vitur. Það hvað hann gerði fyrir Ómar sannar mál mitt. Í seinni tíð varð hann einfari, strax í menntaskóla, og vinaval hans þar undirstrikar kannski að hann var að einangrast frá umhverfinu. Hann byrjaði síðan að fjarlægjast vini síni meira og meira. Og eftir að hann verður geðveikur á hann mjög erfitt, eins og við er að búast. Hann er með alls kyns skynjanir, málar og heldur að hann sé frægur listamaður. Hann heldur að hann sé mjög sérstakur og yfir aðra hafinn. Hann finnur hvað hann er orðinn þungur, vegna lyfjafitunnar, og hugsar mikið um Dagnýju, sem er orðinn hugarburður og hefur töluverð áhrif á heilsu hans. Allt er eitthvað svo dimmt og kuldalegt í kringum hann. Manni finnst hann vera fastur, og ekki komast út. Það er auðvelt að setja sig í spor hans. Maður ímyndar sér bara sjálfa sig fasta inn í dimmu herbergi, fullu af röddum. Honum finnst hann vera ofsóttur og sér ofsjónir. Hann einangrar sig á heimili sínu og þá veit maður að hann er orðinn mjög veikur. Hann er orðinn hættulegur, er mjög uppstökkur og ræðst á fólk við minnsta tilefni. Á þessum tímapunkti á hann best heima inni á Kleppi.
Þó að honum hafi kannski ekkert liðið sérstaklega vel inni á Kleppi, þá held ég að það hafi verið rétti staðurinn fyrir hann. Þar var hugsað um hann og séð til þess að hann tæki lyfin sín. Þar átti hann vini sem voru álíka ruglaðir og hann, í flestum tilfellum verri. Sjálf hef ég ekki mikla reynslu af geðveiku fólki, en mér finnst samt eins og Páll hafi verið mjög venjulegur maður, miðað við það að hafa verið geðveikur, þ.e.a.s. þegar hann hann var sem frískastur. Það hlýtur líka að vera erfitt að vera útilokaður af fjölsyldu sinni. Erfitt að takast á við þá staðreynd að hún vill helst ekkert hafa mann í kringum sig lengur. Þegar það gerist hjá Páli veit ég ekki hvort það skipti hann einhverju máli, hann var orðinn svo veikur.
Á ákveðnum tíma ævi sinnar fer Páli að batna, hann hressist og minnkar lyfjaneysluna. Í framhaldinu gerir hann alls kyns vitleysu og er lagður aftur inn. Síðan flytur hann í öryrkjablokk og segir Rabba, bróður sínum, um giftingaráform sín og allt það sem hann ætlar að gera í framtíðinni fyrst að veikindin eru að baki. En samt sér maður alveg og finnur að hann er ennþá veikur. Fyrir neðan þessa bjartsýni hans hvílir sjúkdómurinn og bíður þess að gera aðra árás. Páll verður einamanna, hann hefur enga vini til þess að tala við og er bláfátækur. Maður finnur að endalok hans eru að nálgast og fer að velta ýmsu fyrir sér. Bæði um Pál og þetta ‘svokallaða’ líf hans. Við að lesa bókina fyllist maður tómleika, sem er erfitt að útskýra. Maður kennir í brjósti um Pál og hugsar hversu ömurlegt þetta líf hans hefur verið. Þá skilur maður vel af hverju sumir sjúklinganna bíða ekki boðanna heldur binda enda á líf sitt sjálfir. Stöðugar raddir, skynjanir og höfuðverkur. Og það var einmitt það sem Páll valdi að gera. Einn góðan veðurdag ákvað hann að hann vildi ekki lifa lengur og stökk hann fram af svölum íbúðar sinnar.
Páll hefði, að mínu mati, orðið eitthvað miklu meira ef ekki hefði sjúkdómurinn komið til sögunnar. Sóun að láta svona góðan persónuleika fara til spillis. En til spillis og ekki til spillis? Að sumra mati er þetta ekkert líf en þetta var samt hans líf og því ætti í raun ekki að kalla það ‘að fara til spillis’. Páll Ólafsson var góður maður en með sína galla eins og aðrið, hann átti við erfiðleika að stríða en lifði lífinu á sinn hátt.