Ég uppgötvaði fantasíu fyrir 4-5 árum, og hef verið virk í að lesa flest sem ég kemst yfir í þeim flokki síðan. En ég fór strax að taka eftir því að það var mjög lítið til af þessum bókum á íslensku, og það litla sem til var var næstum því alltsaman þýtt efni. Á öllum þessum tíma hef ég séð samtals tvær eiginlegar fantasíubækur eftir íslenskan höfund (báðar eftir Heiði Baldursdóttur; barnabækurnar Álagadalurinn og Leitin að demantinum eina). Getur virkilega verið að Heiður Baldursdóttir sé eini Íslendingurinn sem getur skrifað fantasíu??? Það finnst mér ólíklegt, eins og íslenskir rithöfundar eru að gera góða hluti á öðrum sviðum.
Nú eru til tugþúsundir fantasíubóka á öðrum tungumálum, og sú tala er alltaf að aukast þessa dagana … með núverandi vinsældum bóka eins og Harry Potter og Hringadróttinssögu eru sífellt fleiri rithöfundar frá öðrum löndum að reyna fyrir sér í fantasíu. Og það er ekki eins og það sé ekki markaður fyrir þessar bækur hér á landi; Harry Potter og Artemis Fowl og bækur eftir Tolkien seljast eins og heitar lummur í íslenskum bókabúðum þessa dagana.
En samt virðist eitthvað standa á þessu frá íslenskum rithöfundum, og það finnst mér ákaflega leiðinlegt. Kannski erum við Íslendingarnir bara svona, getum ekki skrifað fantasíu, og verðum þess vegna til eilífar að flytja inn bækur úr þeim flokki … en eins og áður sagði finnst mér það MJÖG ólíklegt með alla okkar hæfileikaríku rithöfunda.
Af hverju eru ekki til fantasíubækur eftir íslenska höfunda? Ef einhver getur svarað mér því þætti mér gott að fá að vita það. En ef ekki … þá ættu allir, sem hafa hugmynd að góðri fantasíusögu (og þeir barasta hljóta nú að vera nokkrir) að setjast niður -
- og byrja að SKRIFA.
-Roses are red, violets are blue, sugar is sweet, and so are you.