Ég var að klára fyrir stuttu bók sem að nefnist FELIDAE og ég veit ekki hvort það sé búið að skrifa um hana hérna áður en ef að það er ekki búið þá ætla ég að taka það verkefni að mér núna.
Bókin sem ber nafnið Felidae er eftir þýska höfundinn Akif Pirinçci, (ég held allavega að hann sé þýskur).
Hún fjallar um Francis, gulbröndóttan kött, sem að flytur með eiganda sínum í nýtt hverfi. Francis fær það strax á tilfinninguna að ekki sé allt með feldu og ekki bætir það úr skák að þegar hann fer í fyrsta rannsóknarleiðangurinn í nýja hverfinu þá rekst hann á lík af kynbróður sínum sem greinilega hafði verið drepinn af öðrum ketti.
Francis, sem er víst algert gáfnatrýni, byrjar að velta fyrir sér hver hafi myrt köttinn og rekst þá á annan kött sem að hann vingast við og segir Bláskeggur ( kötturinn) honum frá því að fleiri kettir hafi fundist myrtir í hverfinu. Francis sem er mjög forvitinn hellir sér út í langa leit að morðingjanum.
Við rannsókn málsins þá kemst hann að því að þeir látnu eru aðeins graðir högnar og kettlingafullar læður og á hann mjög erfitt að lesa úr því munstri svo bætist það við að hann kemst að því að brjálaður vísindamaður hafðu tilraunarstofu í húsinu sem að hann býr í og notaði ketti sem tilraunardýr í leit sinni að fullkominni formúla að einhverju vefjalími. Francis finnur t.d. dagbók prófessorsins þar sem að hann lýsir hvernig hann limlesti ketti í þeirri von að geta “límt” þá aftur saman og að “límið” hans hafi aðeins virkað á einn kött, Claudandus að nafni.
Francis grunar að Claudnandus sé enn á lífi og fer að leita að honum og kemst að ýmsum hlutum.
Í bókinni eru sterkar lýsingar á þeim skoðunum sem að kötturinn hefur á heiminum en þær skoðanir eru að sjálfsögðu komnar beint frá höfundinum sem gagnrýnir mennina og skoðanir þeirra á heiminum harðlega.
Bókin er vel skrifuð og alveg þess virði að vera lesin þó að mér finnist hún vera frekar langdreginn á köflum. Nafnið Felidae er líka bara latneska heitið yfir kött og á því vel við þar sem bókin er öll skrifuð út frá köttum.
Mæli eindregið með henni.
Satta