Ég var að lesa þessa bók eftir að rosalega margir mældu með henni við mig. Ég hef ekki hugmynd um hvort að hún hefur verið þýdd yfir á íslensku, en hún er frekar auðlesin(bókin er á dönsku). Þetta er ekki löng bók, ekki nema tæpar hundrað síður - en engu að síður er hún góð. Þ.e.a.s. ef að maður fattar boðskapinn í henni.

Bókin heitir Heksefeber(Nornafár) og gerist á tímum nornabrenna í Evrópu. Hún fjallar um Esben sem flýr frá heimabæ sínum eftir að mamma hans er brennd á bálinu fyrir að vera norn(sem hún að sjálfsögðu var ekki). Hann endar inni í skógi þar sem að hann hittir Hans, gamlan mann sem að hjálpar honum og gefur honum húsaskjól. Esben segir honum söguna alveg frá byrjun þegar hann hefur jafnað sig. Hann segir frá því hvernig mamma hans var yfirheyrð og hvernig fólkið sem hún hafði áður hjálpað kom með falskar ásakarnir á móti henni, og prestarnir trúðu því. Hann segir Hans allt, og hann kann að hlusta. En Esben kemst fljótt að því að Hans kann að lækna, alveg eins og mamma Esbens kunni. Það er bara tímaspursmál hvenær þeir koma á eftir honum líka……..

——

Þetta kemur í byrjun bókarinnar:

Måske er de bange.
Nej, ikke måske.
Folk er bange.
Når man er bange,
må man finde noget
at beskytte sig med.
Og hvis man ikke ved,
hvad man er bange for,
må man finde noget at
beskytte sig imod.

Eða á íslensku:

Kannski eru þau hrædd.
Nei, ekki kannski.
Fólk er hrætt.
Þegar maður eru hræddur,
þarf maður að finna eitthvað
að verja sig með.
Og ef að maður veit ekki,
hvað maður eru hræddur við,
þarf maður að finna eitthvað,
að verja sig á móti.
Smá úr byrjun bókarinnar… :

Hans mund stod åben, og han trak vejret hivende, mens han løb hen over engene langs fjorden. I sin næse og lunger havde han endnu røgen og varmen fra bålet, og skrigene fyldte stadig hans hoved og truede med at sprænge det. Han løb uden mål, ikke imod noget, men bort fra noget; bort fra røgsøjlen, sem endnu tydeligt kunne ses mod den lyse himmel i nordvest.

Hvet ykkur til að lesa þessa bók, og segja síðan hvað ykkur finnst ;) Til gamans má geta að um þúsund “nornir” voru brenndar í Danmörku á þessum tíma…. :(

Kv. Tobba3

PS: Ef að þið viljið finna bókina…. ISBN 87-00-51141-2