Fátt er skemmtilegra en góð bók.
Mér finnst að það ættu að koma fleiri bækur eftir Philip Pullman á Íslensku.
Þessar bækur eru tær snilld og allir ættu að lesa þær.
Til dæmis má nefna skuggasjónaukan sem ég hef skrifað um.
Svo eru allt of mikið af einhverjum ruglbókum sem enginn nennir að lesa.
Einnig eru Harry Potter bækurnar sérstaklega skemmtilegar en mér finnst samt að J.K.Rowling ætti að skrifa fleyri bækur líka…
Alla vega eru bækur eitt skemmtilegasta fyrirbæri sem til er og það sem er til dæmis svo skemmtilegt við þær er það að allir hafa gaman af bókum og nærri allir lesa bækur enda eru þær viskubrunnur mikill.
Svo er alltaf hægt að skrifa eitthvað nýtt og það er aldrey hægt að verða uppiskroppa með bóka-efni.
Einnig vil ég vekja atygli á því að margir titlar eru herfilega illa þýddir, t.d. stealth fighter er þýtt harðjaxlinn (að vísu er þetta bíómynd en so what, það gildir oft það sama um bækur.)
Pæliði í því: hvað ef bækur væru ekki til? þá væri allt miklu verra.
Alla vega þá eru líka höfundar sem gefa bókum oft skrítin nöfn eins og bókin “Ristavél”.
ég meina það er allt í lagi en samt svolítið “weird”…
Þegar maður er að lesa bók þá sogast maður hálfpartinn inn í hana og ef hún er spennandi eða fyndin eða aðlaðandi þá er erfitt að slíta sig frá henni eins og allir kannast við.
ég veit að það vita þetta allir (líklega=s)en ég er samt að hugsa út í þetta núna.
BÆKUR RÚLA FEITT.
tumzilla