Dauðin á Níl er bók sem er góð. Þetta er Christie bók sem er afskaplega vel hugsuð og spennandi.
Hún gerist um borð í skipi sem siglir upp Níl og þar gerast hræðilegir atburðir…
;)Hann Poirot er í sínu besta formi með sinn frábæra persónuleika.
Hann er í fríi í Egyptalandi og svo vill til að Linnet nokkur Doyle sem er ung rík og fræg stúlka er þarna líka í brúðkaupsferð. Hún er elt af Jacqeuline de Bellefort sem er fyrrverandi kærasta Símons Doyle( manninum sem Linnet er að giftast).
Síðan finnst Linnet dauð í klefa sínum skotin í hausinn og í framhaldi þess eru tvö önnnur morð framin á hrottalegan hátt síðan kemst Poirot að hvað gerðist og það er það ólíklegasta svar af öllum.
Einkum finnst mér flott hvað Agatha byrjar bókina sniðuglega en þá er hver kafli um einhverja persónu sem fyrir tilviljun er á leið til Egyptalands sem er kúl land þó ég segi sjálfur frá.
Allavega þá kemur smám saman í ljós hver drap Linnet Doyle sem er rosalega spennandi.
Þessi bók er eðal-reyfari af bestu gerð.
Nefna má að það var gefin út mynd eftir bókinni.