Mig langar að segja ykkur frá bók sem ég las um daginn og heitir Hellaþjóðin og er skáldsaga eftir Jean M. Auel
Mjög skemmtileg bók og stóðst alveg væntingar hjá mér. Bókin er framhald af bókinni Þjóð bjarnarinns mikla og þeim bókum sem á eftir henni hafa komið um konuna Aylu.
Smá Spoilerar ekki lesa ef þið viljið ekki vita.
Bókin fjallar um Aylu og ferð hennar og Jondalar, mannsinns sem hún elskar til heimilis hans. Eða réttara sagt eftir að ferðinni er lokið og þau eru komin aftur á æskuslóðir hans. Þar kinnist Ayla bæði góðu og vondu því ekki eru allir sáttir við hana. Hún er barnshafandi og mikið að ske á þessum tímapúnkti í lífi hennar.
Ég mæli með því að allir lesi bækurnar um Aylu eftir Jean M. Auel því að þetta er framhaldssaga.Ég man ekki hve bækurnar eru margar.
Þetta er æðisleg saga að mínu matai og skemmtið ykkur vel við lesturinn (ef þið lesið bókina).