Flestir held ég að hafi einhvern bóka“lager” heima hjá sér eða hjá ömmu og afa (eða…). Þannig er því einnig háttað hjá mér:)
Ég hef ekki lesið neitt ógurlega mikið um dagana en á það þó til og þá eru það oftast spennusögur af einhverju tagi.
Besta bókin sem ég hef rekist á (og lesið) er lítt fræg bók sem nefnist Erfðaskrá Greifafrúarinnar og er eftir Mac C. Dickingson. Í þessari bók eru það leynilögreglumaðurinn Carson og Bradon læknir sem vinna að því að upplýsa sakamál sem er mjög svo flókið og ennþá meira spennandi. Ég er nú að lesa þessa bók í þriðja skiptið og get ekkert sagt nema að hún er einfaldlega mögnuð!
Og þar sem við erum nú öll bókaunnendur hér þá vildi ég nú bara deila þessu með ykkur ef svo vildi til að einhver hefði áhuga… :)

…creep
…creep!