Áður en ég byrja þessa grein ætla ég að þakka baunabarni fyrir góða grein en hún var aðeins um fyrstu bókina. Hér ætla ég aðeins að skrifa um höfund og einnig fleiri bækur úr “A Series of Unfortunate Events” eða “Úr Bálki Hrakfalla” eins og serían af þessum bókum heitir víst á íslensku.
Ég las fyrstu bókina eftir Lemony Snicket á Íslensku. Hún heitir “The Bad Begins” eða á íslensku “Illa byrjar það”.
Aðra bókina las ég reyndar á ensku og hét hún “The Reptile Room”. Þessar bæku eru aðallega um hræðilega ævi systkina og hvernig þau lenda alltaf í klóm ólukkunar. Þriðja bókin er ekkert frábrugðin hinum, alltaf sama ógæfan, hún heitir á ensku “The Wide Window”. Sú bók er ekki komin út á íslensku en ég mæli eindregið að þeir sem kunna eitthvað fyrir sér í ensku reyni að lesa hana en maður verður helst að vera búin að lesa fyrstu tvær til að byrja á bók númer þrjú. Hún er ekki enn komin út á íslensku sem stafar helst af einni ástæðu. Það er rosalega mikið af orðarugli í þessari bók á ensku og því get ég vel ímyndað þýðandan sveittan yfit bókinni að reyna að þýða hana.
Fjórðu bókin var ég að klára að lesa og hún heitr “The Miserable Mill”. Hún er álíka jafn… hvað á ég að segja “miserable” og allar hinar. Þrátt fyrir að þær snúist aðeins um ógæfu þessara barna er bækunar frábærlega skrifaðar. Fimmta og jafnframt síðasta bókin sem ég skrifa um heitir “The Austere Academy”. Ég er aðeins nýbyrjuð á henni en stefni á að lesa allar níu bækurnar.
Börnin fengu gríðalegan arf þegar foreldrar þeirra dóu í hræðilegum eldsvoða. Þau voru send til Ólafs Greifa, morðingja og svikara sem reyndi að drepa börnin til að komast yfir arfinn þeirra. Þau sluppu en því miður Ólafur líka…undan lögguni.
Næstu átta bækur fjalla um hvernig Ólafur birtist börnunum í alls konar gervum og reynir að stúta þeim.
Og svo aðeins um Lemony Snicket. Hann átti enga konu…engin börn og var persónulega útilokaður frá öllum. Þess vegna skrifar hann um þessa hræðilegu atburði og ógæfu þessara systkina.
Ég mæli með þessum bókum en ekki fyrir fólk sem vill lesa um jolly krakka að hafa gaman í munaðarleysinjgar skólum ofl.
Góða skemmtun og takk fyrir miig