Umsögn - Kleinur og Karrí Hér ætla ég að segja frá bókinni Kleinur og Karrí eftir Kristínu Steinsdóttur. Þetta er mjög skemmtileg bók. Hún fjallar um Bjössa, ungan dreng sem býr á Flateyri. Hann og frænka hans Úlfhildur una sér ágætlega þar. Seinna flytur svartur strákur í húsið ásamt fjölskyldunni sinni. Bjössi og Úlfhildur halda fyrst að hann sé nýbúi en komast brátt að öðru. Strákurinn heitir Akash er að mig minnir frá Indlandi. Brátt verða Bjössi og Akash bestu vinir. Þeir lenda í allskonar hremmingum saman, ég nefni sem dæmi: Missa aldraðan vin sinn, Matta, og verða lagðir í einelti í skólanum ásamt systur Akash. Þetta er mjög góð bók. Hún er raunveruleg og vel uppsett. Hún er bæði skemmtileg og sorgleg. Kristín Steinsdóttir er hér með frábært ritverk, fullkomið í alla staði finnst mér. Ég gef henni 5 stjörnur af 5. Ég mæli sterklega með henni. Ef að þið eruð ekki búin að lesa hana, gerið það.
Kv, Yainar.