23. - 29. apríl er vika bókarinnar…
Ég heyrði fyrst um þetta í skólanum og var þá ekkert mikið að spá í þetta því venjulega gerist ekkert sérstakt í svona “þemavikum” í Reykjavík.
Seinna um daginn þurfti ég að fara í strætó og sá þá að út um allan strætóinn voru bækur sem var búið að hengja á sætisbökin.
Þar voru alls konar bækur, en áberandi mikið af Syrpum, þar sem ég er ekki mikill Syrpu-aðdáandi settist ég þar sem voru einhverjar aðrar bækur en syrpur. Seinna í strætóferðinni tók ég eftir mörgum öðrum bókum (t.d. 101 Reykjavík, Morð á Alþingi…)Í mínu sæti var bókin “Milljón Holur”. Ég fór að glugga í hana og las hana á leiðinni og fannst hún mjög spennandi. Ég var reyndar ekki lengi í strætónum svo ég gat bara lesið nokkrar blaðsíður en ég ætla að taka bókin á bókasafninu og lesa hana seinna.
Mér finnst þetta mjög sniðugt og þetta vekur mikla athygli á bókum, sem bókavikur hafa kannski ekki gert áður.
Mig langar að vita hvort einhverjir aðrir hafi tekið efitr bókunum í strætó og hverjir hafa lesið Milljón holur.