Jæja þá er maður komin eitthvað af stað í þessum blessuðu bókum. Og verð ég nú að segja að þessi bók sé alveg að skera sig úr “öllum” fyrstu fimm.
Dauðasyndin byrjar með því að Cecelie er á leið til Kaupmannarhafnar eftir heimsókn hjá fjölskyldunni sinni.
Þar hittur hún vin sinn aftur, Alexander Paladin sem er í vanda staddur yfir öfugðhneigð sinni.
Hún sjálf er ófrísk eftir prest sem hún elskaði ekki. Þannig hjálpar hún Alexander vini sínum að komast frá dauðadómi með því að giftast honum. Hjónaband þeirra verður nokkuð frábrugðið öðrum, vegna þess að Alexander hefur óbeit á kvennmönnum. Það skellur á stríð sem Paladin ber skylda að taka þátt í, og hann kemur lamaður í fótunum heim. En hjónunum tekst með hjálp Þorgeirs frænda Cecelie að koma honum á lappir, en með erfiðleikum. Með tímanum fer Alexander að óttast um Cecelie í höndum karlmanna .. og þá leiðir eitt af öðru.
Þetta er svona mjög stutt innsýni úr bókinni, og það koma nokkuð fleiri persónur við. En mér fannst það einmitt þetta sem gerði bókina svo sérstaka ! :)