Lömbin Þagna


Ég ætla mér hér að skrifa um bókina Lömbin þagna eftir rithöfundin Thomas Harris. Bókin er ein af þremu bókum um mannætuna og fyrrum sálfræðinginn Dr. Hannibal Lecter, eða Mannætuna Hannibal eins og hann er oft kallaður. Hinar bækurnar tvær nefnast Rauði Drekinn og Hannibal. Bókin heitir á frummáli sínu “Silence Of The Lambs”. Úrvalsbækur gáfu bókina út og voru þau nokkuð mörg sem íslenskuðu, það voru þau: Álfheiður Guðlaugsdóttir, Erling Aspelun, Haraldur Bernharðsson, og Sigurður Hreiðar. Bókin er 351 blaðsíður á lengd. Flestir sem hafa lesið bókina eru sammála um það að hún sé virkilega góð. Bókin seldist vel og var gerð kvikmynd eftir bókinni. Kvikmyndin er frábær rétt eins og bókin og vann hún til fimm óskarsverðlauna. Þau voru meðal annars fyrir bestu myndia, besta leik í hlutverki karla, og einnig kvenna. Anthony Hopkins fór með hlutverk Hannibals og gerði hann það með stakri prýði, túlkaði hann vægast sagt frábærlega. Þess má geta að það voru reyndar gerðar kvikmyndir eftir öllum Hannibal bókunum.

Bókin fjallar í meginatriðum um þrjár perónur : Mannætuna Hannibal, sem er í haldi á Geðveikra - hæli, morðingann “Vísunda – Villa” og Clarice Starlin, nemanda í lögreglustjóra FBI.

Brjálaður morðingi gengur laus, og til að elta hann uppi og finna þurfa FBI hjálp Mannæturnar Hannibal, sem er í haldi á geðveikrar hæli. Clarice Starlin, ungur nemandi í lögregluskóla FBI er valin til að hafa samband við Hannibal Lecter. Hún er vöruð við því að segja honum neitt persónulegt um sig, og tala aðeins um viðgangsefnið. Hannibal náði samt sem áður ýmsu perósónulegi uppúr henni í stað upplýsinga um morðingann, en fólk vill ekki vita láta hann vita mikið um sig því þá fær hann ákveðna þráhuggju gagnvart manneskjunni og getur hann með hæfni sinni eyðilaggt sálarlíf viðkomandi, þar sem hann vann forðum sem sálfræðingur. Samband Clarice og Hannibal verður virkilega skemmtileg og tekst Thomas Harris vel að gera samtöl þeirra skemmtileg.
Dr.Hannibal var forðum mannætu – morðingi og sálfraæðingur. Hann er mjög snjall maður en hann er haldin voðalegri geðsýki: Sannur persónugervingur hins illa. Hann veit margt um “Vísunda – Villa” því hann varð sálfræðingur hans forðum.

Vísunda Villi er virkilega geðsjúkur, hann drepur aðeins konur og er klæðskiptingur. Hann heldur þeim lengi áður en hann drepur þær. Flest allar kvöldstundir hans fara í að klæða sig í kvenmannsföt og mála sig. En hann girnist síðan sjálfan sig í þessum kvenmannsklæðum. Hversu brenglað sem það nú hljómar.

Bókin er mjög góð, vel skrifuð og æsispennandi á köflum. Thomas tekst að gera bókin eins og áður segja spennandi, skemmtilega og er er sagan frábær. Samband Clarice og Hannibal er virkillega áhugavert og er það það sem er í rauninni aðalmál sögurnar, samtöl þeirra eru oft á tíðum óhugguleg og spennandi. Clarice reynir að fá upplýsingar útúr Hannibal í skipti fyrir ýmsa hluti. Persónurnar í bókinni er meistaralega skrifaðar og hef ég vart lesið bók með jafn athyglisverðum persónum. En eftirminnilegasta persóanan er án efa Dr.Hannibal Lecter, sem er mín upppáhalds persóna bókmenntana.

Mér dettur því miður ekkert meira í hug að skrifa nema það að ég mæi með þessari bók, og hvet ég alla sem hafa gaman af vel skrifuðum spennusögum að glugga í hana einn daginn.


Ef ég ætti að gefa bókinni einkun á skalanum 1 – 10, gæfi ég henni 8.



Takk fyrir mig, og afasaka ég allar villur. Því það er töluvert langt síðan ég bæði las bókina og horfði á myndina. Aðeins skrifað eftir minni.