Nokkrir Góðir dagar án Guðnýjar er smásagnasafn eftir Davíð Oddsson. Davíð Oddsson á að baki langan feril sem rithöfundur og hafa leikrit eftir Davíð verið sýnd við mkla lukku í atvinnuleikhúsum á Íslandi og í sjónvarpi. Smásagnasafnið Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar er hinsvegar fyrsta bók Davíðs. Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar hefur að geyma níu smásögur eftir Davíð sem eru að mínum mati mjög fjölbreyttar. Þær gerast annaðhvort á Íslandi eða erlendis. Bókin er án efa frábærlega vel skrifuð og ef ég myndi taka tvær sögur sem standa upp úr væru það smásögurnar “Góði guð gefðu mér Tyggjó” og “Sykraðar pönnukökur.”
Í sögunni Góði guð gefðu mér tyggjó er sagt frá þremur ungum piltum einhverntíma eftir stríðsár sem eiga þann draum að geta gætt sér á amerísku tyggjói því hvergi í þorpinu var tyggjó hægt að fá.
Þeir deyja aldeilis ekki ráðalausir og gera örvæntinga fulla tilraun til þess að eignast það með því að klæða sig í sitt fínasta púss einn sunnudaginn, stelast úr kirkju og klifra upp á pallbílinn hans Tona gamla til þess að komast eins nálægt guði í von um að guð myndi bænheyra þá. Þeim verður ekki að ósk sinni í fyrstu og gefa þeir drauminn upp á bátinn eftir víðtæka leit í öllu þorpinu ef guð skyldi ekki hafa hitt á kirkjuna. Nokkrum vikum síðar er svo haldin mikil hátíð í þorpinu því nú átti Gústa kaupfélag afmæli og var þá mikið um dýrðir í þorpinu eins og vanalega, en einn liður bar þó af eins og ævinlega og var það hin árlega spurninga keppni Gústa Kaupfélags og voru verðlaunin afar glæsileg að þessu sinni hvorki meira né vinna en kassi fullur af amerískum tyggjó plötum. Tóku þeir drengir þá kipp og fóru til Gústa Kaupfélagsstjóra og spurðu hann hvar honum hafði áskotnast tyggjóið. Gústi kaupfélagsstjóri setti upp stór augu og hló og ungu piltunum að tyggjóið hafi dottið af himni ofan. Varð strákunum svo mikið niðri fyrir að einn þeirra mölvaði köku diskinn sinn og annar helti niður fyrsta flokks súkkulaði í teppið og endar þar með sagan.
Það er greinilegt að Davíð Oddsson er frábær höfundur og að smásagnaformið á vel við hans stíl og hefur hann náð góðum tökum á stíl þessum þessum
Sagan í heild sinni er alvarleg og en inn á milli fær skopskynið og húmorinn að njóta sín, Bygging sagnanna er greinilega úthugsuð, samtölin lifandi og persónurnar eru gerðar ljóslifandi og mæli ég eindregið með þessari bók.