Já, ég átti að lesa þessa bók í skólanum og skila ritgerð um hana. Ætla svona aðeins og gá hvað ykkur finnst.
———————————————- ——————————————————- ——–
Um Brekkukotsannál
Bókin Brekkukotsannáll eftir Halldór Laxness fjallar um drenginn Álfgrím og fólkið sem hann kynnist á leið sinni. Álfgrímur býr hjá gömlum hjónum sem tóku hann að sér þegar hann var lítill en þrátt fyrir að þau séu ekki skyld honum kallar hann þau ömmu og afa. En þau tóku hann að sér þegar hann var lítill. Þegar móðir hans var nýbúin að eiga hann þá sagði hún að hann skyldi heita Álfur. En amma hans sagði að henni fyndist að hann skyldi heita Grímur vegna þess að hún hafði átt syni sem hétu allir Grímur en þeir fórust á hafi úti. Þá sagði móðir hans að best væri að skíra hann Álfgrím. Og eins og allir föðurlausir menn á Íslandi þá var hann kallaður Hansson.
Álfgrímur ólst upp við að syngja við jarðarfarir ættlausra manna í kirkjugarði sem var ekki langt frá heimili hans, Brekkukoti. Hann fékk oft smáaura fyrir að syngja „Alt einsog blómstrið eina,“ en séra Jóhann gaf honum þá. Hann var þekktur fyrir að syngja vel en þegar leið á unglingsárin hætti hann að syngja. Þó eftir að hann hafði gengið í gegnum mútur þá fór hann að syngja aftur og sótti tíma hjá konu sem kenndi fólki á ýmis hljóðfæri.
Afi hans, Björn var fiskimaður og seldi grásleppu til fólksins í bænum. Hann var þekktur fyrir að vera alltaf með sama verðið á fiskinum sem hann seldi og hann var maður sem fólk treysti. Þess vegna vildi Álfgrímur líka verða fiskimaður eða „grásleppukall“ eins og hann kallaði það.
Björn, afi hans vildi hins vegar ekki að Álfgrímur yrði „grásleppukall.“ Hann sendi hann í Latínuskólann og vildi að hann yrði prestur eða eitthvað álíka. Á meðan hann var í skólanum lærði hann tónverkið Álfakónginn utan að og eitt sinn þegar hann var byrjaður að syngja aftur við jarðarfarir ættlausra manna í kirkjugarðinum þá söng hann Álfakónginn við litlar undirtektir. Það var á þýsku og séra Jóhann var ekki eins hrifinn og venjulega þegar hann söng „Alt einsog blómstrið eina.“ Svo þegar Álfgrímur útskrifaðist sem stúdent þá var hann enn óákveðinn hvað hann vildi gera í framtíðinni.
Á þessum tíma var einn Íslendingur sem sagðist vera heimsfrægur óperusöngvari. Hann kom oft í dagblöðum og ferðaðist um heiminn og söng. Hann var kallaður Garðar Hólm. Álfgrímur og Garðar voru oft taldir vera skyldir sem var ekki satt en þeir voru góðir vinir. Garðar Hólm kom alltaf á óvart. Stundum þegar hann kom til landsins bað hann menn sína að segja fólki að hann hefði ekki komið með skipinu sem hann átti að koma með og varð fólk oft vonsvikið. Samt sem áður fann Álfgrímur hann alltaf og þeir áttu skemmtilegar samræður.
Haldin var söngskemmtun í verslun „Gúðmúnsen.“ Garðar Hólm átti að syngja en hann mætti ekki. Þá var Álfgrímur fenginn til að syngja nokkur lög við góðar undirtektir. „Gúðmúnsen“ var svo hrifinn af söngnum að hann ákvað seinna að borga fimm ára söngnám fyrir Álfgrím.
Garðar Hólm lést og var hann jarðaður í kirkjugarðinum sem þeir Álfgrímur höfðu alist upp við. Álfgrímur fór til Danmerkur til að læra söng og afi hans og amma fluttu í íbúð á Laugarveginum. Brekkukot var rifið niður daginn eftir að Álfgrímur fór.