Halló!!!
Var að ljúka við bókina Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunnarsson, og dauðskammast mín að sjálfsögðu núna fyrir að hafa ekki verið búin að lesa hana fyrr, en eins og þið sjálfsagt vitið var Gunnar einn ástsælasti höfundur Íslendinga (þó svo hann hafi skrifað á dönsku) og eftir að hafa lesið ekki nema eina bók eftir hann verð ég samt að segja að það kemur mér ekki mikið á óvart.
Sælir eru einfaldir er, til að byrja með, ekki aðeins bók sem fjallar um hætturnar að lifa fyrir eina manneskju, ást, hatur, fyrirlitningu og geðveiki, heldur er hún einnig það frábærlega skrifuð að allt vekur áhuga þinn, allt sem sagt er fær þig til að hugsa um hluti sem þú hafðir e.t.v. aldrei velt fyrir þér áður. Auk þess sem að hún er það vel skrifuð að þú einfaldlega getur ekki hætt að lesa, og þegar hún er búin langar þig ótrúlega mikið að vita meira, sem því miður er ekki hægt:(
Hún er sett upp e.t.v. í líkingu við sköpun heimsins, gerist á 7 dögum, en í stað þess að heimurinn standi fullgerður á 7 degi, er allt í rúst (ekki heimsendir samt). En til að skemma bókina ekki fyrir ykkur (Og þið Verðið að lesa hana) ætla ég að hætta hér.
Góða skemmtun
Eva