Ég las nú mjög nýlega bók sem heitir “To your scattered bodies go” og er eftir Philip J. Farmer. Þessi bók algjörlega opnaði augu mín fyrir Sci-Fi heiminum og ég fór að lesa alls kyns bækur úr sama flokki.
Bókin er um það sem gerist þegar þú deyrð. Þú vaknar á dularfullum stað, allsnakinn, og hálf svífandi yfir risastórri á. Áin rennur eftir risastórum dal, sem teygist áfram og áfram, og virðist vera endalaus. Báðum megin við dalinn eru fjöll sem eru svo há að það er ómögulegt að klífa þau. Báðum megin við þig er löng röð af fóli svífandi eins og þú, yfir ánni, og röðin teygist alla leið með ánni. Hægt og sígandi fer fólk að síga niður á bakkann oggeta hreyft sig, og þá kynnumst við aðalsöguhetjunni, Richard Burton. (já hann notar ýmsar persónur í verkin sín;) Fólkið verður alveg brjálæðislega hrætt og Burton hleypur útúr þvögunni til að róa sig. Svo virðist sem að allt mannkyn hafi verið endurfætt og sett á einn stað, og með þessu hefst hin ótrúlega saga “Riverworld” heimsins. Ekki er allt sem sýnist á þessum stað og Burton kemst að ýmsu um uppruna hans, og þau eru ekkert sérstaklega huggandi……..
P.J Farmer notar gjarnan persónur sem hann hefur ekki skapað sjálfur og á þann hátt, einhvernveginn “samplar” söguhetjur í verkin sín. Í þessarri sögu er náttúrulega fullkominn vettvangur fyrir þannig lagað, því allt mannkyn er þarna saman komið, og margar sögufrægar persónur koma fram. Samuel Clemens, Richard Burton og Alice Hargreaves (fyrirmyndin að Lísu í undralandi). Hann líka laumar inn persónum með sömu upphafstafi og hann, eins og Peter Jarious Frigate, besti vinur Burtons.
Þetta er ansi massív saga, og er held ég 6 bækur, þannig að það er heilmikil skuldbinding að lesa fyrstu bókina, því maður verður að klára hinar líka.
En annars… skellið ykkur niður á borgarbókasafn og náið í bókina.