Eins og áður kemur fram gerist hún á kreppuárum Bandaríkjanna. Hún fjallar um Sjód fjölskylduna og von hennar um betra líf. Heil bændasamfélög höfðu flosnað upp og fjöldi fjölskyldna brugðu búi og héldu til draumalandsins Kalíforníu. Sjód fjölskyldan var einmitt ein af þeim fjölskyldum sem fengið hafði í hendur auglýsingaspjöld um næga atvinnu í Kalíforníu. Fjölskyldan ferðaðist á aumum bílskrjóð alla leið frá Oklahóma til Kalíforníu og margt og mikið gerist á leið þeirra. Fjölsyldan flosnar upp. Sumir láta lífið á leiðinni og aðrir höndla ekki álagið og þetta erfiði og flýja. Þegar loksins er komið til Kalíforníu, eftir margra daga ferðalag á þessum hossandi bílskrjóð, sem var í óða önn að gefa upp öndina, kom annað í ljós. Vinnan og vonin um betra líf var fljótt að hverfa úr huga fólks. Alls staðar voru þessar flökkufjölskyldur og engin vinna. Sveltandi börn og áhyggjufullir foreldrar sem gátu ekkert gert nema bíða og vona. Þær vinnur sem fengust entust ekki lengi og óku þessar fjölskyldur um Kalífornu, reynandi að vinna með skítakaup og biðjandi fyrir fjölskyldu sinni. Heimamenn léku þetta fólk illa og uppnefndu það Oklari. Bókin endar á eftirminnilegan hátt. Dauði og hungur. Ég vil ekki segja of mikið en ég get sagt að ég nánast grét af geðshræringu yfir endinum.
Þessi bók á mikið erindi til fólks. Þetta er bók sem allir bókaunendur verða að lesa. Persónurnar eru svo raunverulegar að þær nánast standa upp úr blaðsíðunum. Trúverðuleikinn og bara það að þessi bók er svo rosalega vel skrifuð að mér finnst ég hálfpartinn hafa verið á staðnum. Eftir lestur þessara bókar þá sat sagan í mér í minnst tvær vikur. Það sem gerir það hugsanlega að verkum að John Steinbeck gat skrifað svona vel og lýsandi um þetta ástand , var það að sjálfur fór hann með einni af þessum fjölskyldunum á þessum tíma í vagni. Þessi saga lýsir hungri, kúgun, hatri og hugrekki á allan þann hátt sem hægt er að lýsa.
theres nothing wrong