Ég ætla aðeins að segja frá fyrstu bókinni.
Sagan gerist í mörgum heimum, en aðeins í einum heimi í fyrstu bókinni.
Gyllti áttavitinn fjallar um stelpu sem heitir Lýra og býr í háskóla, ásamt fylgjunni sinni Pantalæmon.
Fylgja er vera sem fylgir manneskjunni allt sitt líf.
Hún getur talað og getur farið í hvaða dýralíki sem er.
Lýra býr í háskólanum, af því að það var sagt henni að foreldrar hennar væru dánir.
Svo eitthvert árið byrjuðu börn úr landinu bara að hverfa.
Svo gerðist einn dag sama árið að frændi hennar Asríel lávarður kom í háskólann til að fara á einn fund.
Fundurinn var haldinn í sali, sem stelpur máttu ekki fara í.
Fór hún samt í salinn og faldi sig í skáp á meðan fundurinn stóð.
Rætt var þar um Duft (það er ekki að meina svona duft eins og sítrónuduft eða þannig).
Eftir fundinn átti Lýra að hitta konu sem hét frú Coulter.
Kom svo í ljós að Lýra hefði fengið það tækifæri að flytja inn til frú Coulter og játaði hún því.
En áður en hún mundi flytja til hennar vildi Asríel lávarður tala við Lýru í leyni.
Gaf hann henni eitthvað gyllt sem var í laginu eins og áttaviti.
Eftir nokkurn tíma þá komst Lýra að því að þetta var sannleiksviti og hún gat lesið af honum.
Sannleiksviti er kringlóttur hlutur með 38. myndum á og getur sagt manni sannleikann um eitthvað sem gerist eða hefur gerst eða bara hvað sem er. Það er að segja ef maður kann að nota hann.
Svo í bókinni kemst Lýra að því að frú foreldrar hennar séu lifandi (ég segi nú ekki hver það voru).
Svo kemst hún að því hvar öll börnin sem hurfu voru og fann út hvaða hryllilegi hlutur var gert við þau.
En ef þið viljið vita meira, þá verðið þið bara að lesa bækurnar ;)
Kv. svandisosk
Music.. my escape from reality.