Æjá, nú var í dag var ég að ljúka við síðustu blaðsíður Heimsljóss Laxness. Um Ólaf Kárason Ljósvíking.
Og veit ekki gjörla hvað mér á að finnast. Svo á að heita að ég hafi lesið hana áður, fyrir þremur árum en efast ég nú stórlega um það. Þessi bók kom mér ekki kunnulega fyrir sjónir.
Ólafur Kárason Ljósvíkingur var borin í poka í æsku af móður sinni sem skildi hann eftir sem hreppsómaga á Fæti undir Fótarfæti. Samkvæmt heimspeki okkar aldar átti þessi munaðarleysingi að vera þarna í pokanum sem hvítt blað. Ómótuð persóna sem átti eftir að feta þann sama veg og þúsundir annarra sveitaómagar hafa gert frá ómuna tíð.
En Ólafur Kárason var engin venjulegur vanræktur drengur. Hann var nefnilega snemma hneigður til þess andlega. Þar sem hann stendur níu ára gamall í byrjun bókarinnar í Ljósavík og baðar sig í kraftbirtingarhljómi guðdómsins og dreymir um að verða skáld eins og Grunnvíkingurinn og Sigurður Breiðfjörð.
Hvað veldur? Hvað etur Ólafi til djúphugsunar? Hvað gerir Ólaf þroskaðri en annað fólk á hans reiki? Þetta eru þær spurningar sem vakna hjá mér. Hvað gerir aðasögupersónu að aðalsöguhetju?
Í fyrri hluta sögunar; Ljós heimsins stígur of mikil vinnan sem hvíldi á börnum í sveitum þess tíma honum til höfuðs og andlega þenkjandi hugur hans neyðir hann í bælið fársjúkan. Þar sem hann liggur í iðjuleysi og móki í tvö ár sem baggi á sveitinni að hætti sanns skáld þar til hann verður sautján ára.
Hérna finnst mér aðal punkturinn í sögunni vera. Sagan er náttúrulega bara hringiða í kringum Ólaf Kárason. Þetta er sagan hans. En hver er Ólafur Kárason? Ólafur Kárason Ljósvíkingur hefði átt að vera sem hvítt blað við fæðingu samkvæmt viðteknum hugmyndum nútímans. Ekkert markvert hafði á Ólaf drifið frá fæðingu, en hann var samt ekki eins og aðrir, sál hans var byggð úr einhverju allt öðru en við eigum að venjast. En persónuleiki hans er á ósköp litlu byggðu, og það litla sem hafði afmarkað hann frá öllum öðrum skríl landsins gat máðst út við tveggja ára viðveru í rúmi, undir sömu fjölunum, dag eftir dag.
Persóna Ólafs er haldin uppi af örfáum, fíngerðum þráðum sem eru halda honum þó sterkar uppi en hina mesta mikilmenni.
Ólafur Kárason er ekki flókinn karakter. Hann er steríótýpa sakleysisins, bersýnileg sál, lítt hjúpuð af hinu efnislega.
En jafnframt þess vegna er hann svo djúpur karakter. Hvað gerir hann svona sérstakan? Hvað upphefur hann úr andleysi landans?
Þegar hann er sautján ára er hann fluttur af Fæti og eitthvert yfir fjöllin. Það er náttúrulega ekki að spyrja að því að jafn óðum og hann hverfur frá Fæti batnar honum skyndilega í faðmi galdralækninga konu. Svo þegar hann kemur til “Eignarinnar”, einhver sjávarpláss lengst út á landi þá er hann ekki sami veika barnið Lafi frá Fæti undir fótafæti heldur orðin tiltölulega heilbrigt ungmenni Ólafur Kárason Ljósvíkingur, maður sem er passar kannski ekki alveg inni í mannlífið á Eigninni.
Þarna byrjar Höll Sumarlandsins. Þetta sumar átti eftir að verða sumarið sem hann lifði. Eftir á að hyggja kannski eina sumarið sem hann virkilega lifði.
Hann gengur í gegnum súrt og sætt, ljúfsára ást og ástarsorg, pólitík og andlegum rimmum.
Ekki er að sökum að spyrja að þegar að það fer að hausta þá fer Ólafur að glutra öllu því sem hann hafði eignast þarna um sumarið á milli fingranna og “höll sumarlandsins” brennur.
Hverjum sem því líður snerti það mig langmest við þetta einmitt sama spurningin og við ljósi heimsins. Hver er Ólafur Kárason Ljósvíkingur. Þessi mikla sál gerð úr nánast engu hafði loksins fengið tækifæri til þess að hætta bara að vera mikilfengleg gegnsæ sál og verða eitthvað. Þegar hann glatar öllu því sem hann hefur áunnið sér aftur, og er staddur aftur á byrjunarreit, hver er hann þá orðinn?
Ég les söguna núna í kiljuformi 314 blaðsíður gefna út af Vöku Helgafelli en Laxness fékk hana fyrst gefna út árið 1937-38.
Þarna var hann sem mest hlynntur sósíalista og er sagan að hluta meira að segja skrifuð í Moskvu. Þess vegna kemur á óvart hvað sagan er lítt rauð. Frekar bara svona daufbleik ef eitthvað er. Halldór er óvenju raunsær á þetta.
Aðal sósíalistinn í sögunni, Pétur Þríhross er kannski ágætur inn við beinið en er ansi breyskur eiginhagsmunaseggur þótt hann tali hátt og þykist voðalegur velgjörðamaður. Þegar hann gerir sig að sínu eina eins manns Etas ráði á eigninni kemur náttúrulega í ljós að framkvæmdarstjóri og eigandi eignarinnar sósíalistinn Pétur var nú minnst fyrir að umgangast almúgann og meira fyrir að snobba fyrir ríka fólkinu og húka inn á skrifstofu að vasast í einhverju bóklegu.
Finnst mér þetta vera eins og hálfgerð pæling frá Halldóri Laxnesi um galla sósíalismans. Því jú aðal ókostur sósíalismans er náttúrulega sósíalistarnir.