The Chronicles of Chrestomanci hafa því miður ekki verið þýddar á íslensku en ég vona að þær verði það. Bækurnar eru þrjár og eru tvær sögur í hverri.
Chrestomanci er starfstitill, sá sem hefur hann heldur reglu á öllum göldrum í sínum heimi (sem er sá næsti við okkar) og öðrum. Hann er að passa að galdra-notkun fari ekki úr böndunum, því að ólíkt okkar heimi, eru galdramenn á hverju strái þar. Sá sem hefur titilinn Chrestomaci þarf hins vegar að vera “enchanter” með níu líf en þeir eru mjög fágætir og mjög öflugir.
Það er þessi kenning í bókinni að það séu óteljandi margir heimar, og alltaf að verða fleiri til. Það gerist t.d. með stríði, annar aðilinn vinnur en hinn hefði getað unnið, þá speglar heimurinn sig en breytist að því leyti að hinn aðilinn vinnur stríðið þar. Eins er með allar stóra atburði sem gætu breytt sögunni.
Fyrsta bókin fjallar um Cat, munaðarleysingja, og stóru systir hans, Gwendolyn, sem er mjög öflug norn.
Seinni sagan er um Christopher sem ekkert annað um að segja.
Báðar sögurnar eru um hvernig manneskja í sögunni endar sem Chresomanci.
Seinni bókin gerist í öðrum heimum og er óskað eftir Chrestomanci til að hjálpa fólki úr ýmsum aðstæðum (galdramenn náttúrulega).
Ég er ekki enn búin með þriðju bókina en þessar voru æðislegar, fyndnar, spennandi og vel skrifaðar.
Aðrar bækur eftir Diönu Wynne Jones eru:
The homeward Bounders; (9,5/10)
The dark lord of Derkholm (gef henni 10/10);
Fire and Hemlock (leiðinleg)
Man ekki eftir fleiri í augnablikinu en síðan www.dianawynejones.com er með listann.
“Against boredom, the gods themselves struggle in vain.” — Nietzsche