Ein af bókunum sem ég fekk í jólagjöf þessi jólin var Áhyggjudúkkur eftir Steinar Braga. Ég ætla aðeins að fjalla um hana.
Ég var aldrei viss um hvort mig langaði til þess að lesa hana, og þegar ég las umfjallanir og gagnrýni langaði mig alltaf minna og minna til þess. Mér fannst einhvern veginn ekki nógu heillandi að hún skyldi vera um fullt af raunverulegum persónum, t.d. Hallgrími Helgasyni og fleiri þjóðþekktum einstaklingum.
En mér skjöplaðist, bókin er frumleg og skemmtileg, fullt af athyglisverðum hugmyndum sem fá mann til að lesa meira. Einn galli var þó á gjöf Njarðar - bölvað klám alls staðar. Sko, ég hef ekkert á móti klámi per se, en ég var orðinn leiður á viðbjóði strax í fjórða kafla (kannski var það bara vegna þess að ég var nýbúinn að Samúel eftir Mikka Torfa). Málið er nefnilega að allt annað var rosalega vel skrifað og skemmtilegt.
Það er t.d. sniðug hugmynd hjá honum að láta kaflaskiptingar bara vera í miðri setningu eða eitthvað, kaflar enda yfirleitt ekki með punkti. Bókin heldur bara áfram. Svo eru margar skemmtilegar samræður og fyndnar uppákomur - t.d. þegar einhver ælir í bókabúðinni.
Frábær bók sem ég mæli eindregið með, en hún hefði getað verið betri. Það er bara mín skoðun að klám sé a.m.k. þessari bók ekki til framdráttar - ég meina, hver vill lesa um mann sem nauðgar svíni? En samt, þetta er bara lítill hluti bókarinnar, allt annað er hrein snilld.
Svo er kápan nokkuð flott, það á vel við efni bókarinnar að hafa þessa mynd eftir M.C. Escher.
Það er prýðisgagnrýni um bókin á kistunni: http://www.kistan.is/ifx/?MIval=kistan_btm&nr=1179&f=1& u=14